Kanada

Thompson Rivers Campusinn
 

Nám í Kanada

Kanada er spennandi land sem hefur gífurlegt aðdráttarafl og þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Kanadabúar eru afar vingjarlegir og taka öllum opnum örmum. Helstu borgir Kanada eru Vancouver, Toronto og Montreal sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Landslagið er einnig stórkostlegt og alger paradís fyrir náttúruunnendur og útivistargarpa.

Vinsældir Kanada á meðal námsmanna á Norðurlöndum hafa aukist gríðarlega á síðustu árum. Boðið er upp á vandað nám við góða háskóla. Stórbrotin náttúran hefur upp á ýmislegt að bjóða auk þess sem stórborgirnar eru afar spennandi kostur í augum erlendra námsmanna. Borgir eins og Vancouver og Toronto eru vissulega þess virði að heimsækja. Ekki má gleyma Montreal og Ottawa sem eru í hinum frönskumælandi hluta Quebec, en þær eru mjög frábrugðnar öðrum borgum í Kanada.

Ef þér þykir gaman að stunda vetraríþróttir eins og skíði, snjóbretti og íshokkí er Kanada kjörinn staður yfir vetrartímann. Kanada er þekkt fyrir framúrskarandi svæði til skíðaiðkunar eins og Banff og Whistler sem liggja vestur af Kanada og eru talin vera ein bestu skíðasvæði heims.

Kanada býður upp á miklu meira en Rocky Mountains og brúna birni. Í austurhluta Kanada er að finna Nova Scotia, New Brunswick og Prins Edward eyjar. Þrátt fyrir smæð sína búa þessi héruð yfir miklum sjarma og sögu. Ekki má heldur gleyma Louisbourg og þjóðgarðinum Cape Bretton Highland sem gnæfir á toppi Nova Scotia.

Almennar staðreyndir um Kanada

Kanada er mjög fjölbreytt hvað varðar landslag og menningu, enda nær landið yfir mjög stórt svæði. Vesturhéruðin eru þekkt fyrir að vera undir bandarískum áhrifum, á meðan að hið fjölmenna Ontario er kannski það landsvæði í allri Norður- og Suður-Ameríku sem líkist hvað mest Norður-Evrópu.

  • Íbúafjöldi: 33 milljónir (þar af 77 % íbúa í stórbæjum)
  • Höfuðborg: Ottawa
  • Aðrar stórborgir: Toronto, Montreal, Vancouver
  • Tungumál: Enska (um 16 milljónir), franska (um 6.5 milljónir)
  • Gjaldmiðill: Kanadískur Dollari (CAD)
  • Tímabelti: Tímamismunur á milli Kanada og Íslands er breytilegur eftir landsvæðum, en hann getur verið allt að 2-7 klukkustundir, þar sem Ísland er á undan í tíma.
  • Loftslag:  Á veturna getur hitastigið í norðlægum héruðum Kanada fallið niður í allt að -50 °C en meðfram strandlengjunum er gjarnan mun hlýrra, einkum í Bresku Kólumbíu. Yfir sumartímann er meðalhitinn um 20 °C við austur- og vesturstrandlengjurnar en um 30 °C miðsvæðis.
Vilt þú nánari upplýsingar um Kanada?
Hafðu samband!
Hafa samband