Carleton University

Nemendalífið í Carleton University

Háskólasvæðið hjá Carleton er mjög líflegt og skemmtilegt. Nemendur koma allstaðar að frá Kanada og frá yfir 150 löndum til þess að stunda nám við skólann. Það eru sterk tengsl milli samfélags kennara, nemenda og starfsfólks. Þú munt finna fyrir heimakæru andrúmsloftinu og því muntu fljótlega líða eins og heima hjá þér.

Bókasafnið og háskólabyggingarnar eru samofnar í kringum stórt grænt útisvæði. Skólagarðarnir eru alveg við háskólabyggingarnar og eru nálægt fyrsta flokks íþróttaaðstöðu skólans. "The University Centre", er miðstöð háskólasvæðisins, en þar er alltaf líf og fjör. Nokkrar verslanir eru þar, kaffihús, bókabúð, matsölustaðir og ýmsar skrifstofur sem þjóna þörfum nemenda dreifast á nokkrar hæðir. Fánar margra landa hanga úr loftinu og endurspegla tengsl skólans við umheiminn og til þess að tryggja að þeir sem koma frá öðrum löndum finnast alltaf velkomnir. Á háskólasvæðinu eru fullt af tækifærum til að taka þátt í allskonar félagsstörfum sem getur hjálpað til með að eignast góða vini. Í september taka allir nýnemar þátt í skólakynningu sem eru sex dagar af félagslegum og fræðilegum atburðum sem hjálpar þér að kynnast Carleton og bekkjarfélögum þínum áður en skólinn sjálfur hefst.

Vilt þú nánari upplýsingar um Carleton University?
Hafðu samband!
Hafa samband