Kanada

Fjármögnun náms í Kanada

Útgjöld vegna fæðis og húsnæðis eru u.þ.b. 4.000 kanadískir dollarar á misseri. Ofan á þetta bætist svo við kostnaður vegna bókakaupa, ferðakostnaðar, almenningssamgangna, afþreyingar, trygginga og vegabréfsáritunar.

Þú greiðir skólagjöld í öllum þeim kanadísku háskólum sem KILROY starfar með. Upphæðin er háð því hvaða skóli verður fyrir valinu sem og hvaða nám. Algengast er að námið kosti á bilinu 5.500 til 11.000 kanadískir dollarar á önn. Nánari upplýsingar um námsgjöld og annan kostnað má finna á heimasíðum skólanna. Skólagjöld eru breytileg á milli skóla. Almennt eru ríkisreknir háskólar aðeins ódýrari en einkareknir háskólar.

Lánasjóður Íslenskra Námsmanna

Íslendingum gefst kostur á að sækja um námslán til framhaldsnáms hjá Lánasjóði Íslenskra Námsmanna. Ef skólinn er ekki á lista yfir viðurkenndar menntastofnanir erlendis, geturðu lagt inn beiðni á vefsíðu LÍN sem tekin verður til athugunar.

Vinna með námi í Kanada

Samkvæmt kanadísku innflytjendalögunum er leyfilegt að vinna á háskólasvæðinu á meðan á námi stendur. Ef þú lýkur fullu námi getur þú einnig sótt um 1-2 ára atvinnuleyfi, en það er þó háð vissum skilyrðum.

Vilt þú nánari upplýsingar um Kanada?
Hafðu samband!
Hafa samband