Kanada

Gagnlegar upplýsingar um nám í Kanada

Ef þú ætlar einungis að dvelja í Kanada í eina önn þarftu ekki að sækja um vegabréfsáritun. Vari námið lengur en í 6 mánuði þarftu að sækja um vegabréfsáritun, en það er gert í gegnum Sendiráð Kanada í Reykjavík. Eyðublöð og frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu sendiráðsins

Tryggingar fyrir námsmenn í Kanada

Nauðsynlegt er fyrir íslenska námsmenn sem ætla að læra í Kanada að verða sér út um sjúkratryggingu áður en lagt er af stað, annars geta þeir einfaldlega orðið gjaldþrota af einni stuttri sjúkrahússheimsókn. Það er því skynsamlegt að vera vel tryggður. Íslendingar sem stunda nám í Kanada (eða öðrum löndum utan EES) geta haldið lögheimili sínu hér á landi og þannig haldið rétti sínum til almannatrygginga.

Það borgar sig að fá útgefna tryggingayfirlýsingu um sjúkratryggingar áður en haldið er út. Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) standa straum af kostnaði sjúkratryggðra námsmanna erlendis neyðist þeir til að leita sér læknisaðstoðar vegna slyss eða veikinda. Sé kostnaðurinn hins vegar hærri en tíðkast hér á landi endurgreiðir SÍ aðeins hluta umframkostnaðar.

Námsmaður þarf þá sjálfur að greiða kostnaðinn en sækir svo um endurgreiðslu hjá SÍ. Athugið að frumrit af reikningum og greiðslukvittunum þarf að fylgja umsókninni.  Ítarlegri upplýsingar veita Tryggingastofnun Ríkisins og Sjúkratryggingar Íslands.

Að ferðast til Kanada

Flogið er beint til fjölda borga í Kanada nokkru sinnum í viku frá Keflavík. Þegar þú hefur ákveðið brottfarardaginn borgar sig að panta flugmiðann með góðum fyrirvara til þess að fá sem ódýrastan flugmiða. Við hjá KILROY getum bókað flugið fyrir þig, en við bjóðum upp á sérstaka námsmannaflugmiða sem eru sveigjanlegri og oft ódýrari.

Húsnæði í Kanada

Það er vinsælt á meðal námsmanna að deila íbúð með öðrum námsmönnum, enda er nokkuð einfalt að finna leiguhúsnæði fyrir utan háskólasvæðin í Kanada. Við mælum hins vegar með því að þú finnir þér tímabundið húsnæði áður en út er komið, svo að þú hafir þak yfir höfuðið fyrstu næturnar.

Það getur verið gott að búa á skólasvæðinu fyrst um sinn, sérstaklega fyrir þá sem eru nýútskrifaðir úr menntaskóla og ekki vanir að standa á eigin fótum. Þannig kynnist þú einnig fjölmörgum nemendum víðsvegar að úr heiminum. Eftir að þú hefur fengið inngöngu í skólann getur þú svo sótt um stúdentaíbúðir eða leigt á almennum leigumarkaði.

Vilt þú nánari upplýsingar um Kanada?
Hafðu samband!
Hafa samband