Kanada

Háskólanám í Kanada

Langar þig að stunda nám í Kanada? Þú getur valið á milli grunnnáms og framhaldsnáms í háskólum í Kanada. Námsmönnum stendur einnig til boða svokallað "Study Abroad" nám sem er 1-2 annir og er námsval nokkuð frjálslegt. Hér að neðan eru hagnýtar upplýsingar um háskólanám í Kanada.

Grunnám í háskólum Kanada

Grunnnámið í Kanada er oftast fjögur ár. Fyrstu tvö árin kallast "„„Lower Division" eða lægri deild og síðustu tvö árin kallast „Upper Division″ eða efri deild. Þú getur einnig sótt nám og tekið próf við ríkisskóla eða „Community College″. Þar getur þú tekið svokallaða „Associate degree″ og síðar byggt ofan á það og endað með BA eða BS gráðu í farteskinu. Skólagjöldin eru gjarnan lægri í ríkisreknu skólunum en í einkareknum háskólum.

Skólaárið í Kanada

Vanalega hefst skólaárið í byrjun ágúst/september og lýkur í maí árið eftir.  Ekki er kennt yfir jólin. Í sumum skólum er skólaárinu skipt niður í þrjár annir, þar sem þér býðst að sækja námskeið yfir sumarið og þannig stytta námstímabilið. Til að ljúka fullu námi þurfa nemendur yfirleitt að taka fjóra áfanga á önn. Megnið af náminu býðst bæði á önninni sem hefst ágúst/september og þeirri sem hefst í janúar/febrúar. Athugaðu þó að nokkur fög eru ekki í boði allan ársins hring.

Tungumálakunnátta

KILROY býr yfir góðu tengslaneti og á í góðu samstarfi við háskóla í Kanada. Stúdentspróf með einkunnina 7 - 10 á B-stigi í ensku telst yfirleitt fullnægjandi.  Prófið má þó ekki vera eldra en 5 ára gamalt, annars gætirðu þurft að gangast undir sérstakt enskukunnáttupróf áður en þú færð inngöngu í háskólann. Samstarfskólar okkar munu þó ávallt vega og meta hverja umsókn fyrir sig.

Stöðupróf í ensku

Ef þú þarft að taka stöðupróf í ensku stendur þér m.a. til boða að taka svokallað TOEFL próf (sem stendur fyrir "Test of English as a Foreign Language") sem er eitt viðurkenndasta stöðuprófið á alþjóðlega vísu. Til að taka TOEFL þarftu fyrst að panta það á netinu gegnum heimasíðu TOEFL. Hér getur þú einnig kannað enskukunnáttu þína og undirbúið þig fyrir sjálft prófið.

Vilt þú nánari upplýsingar um Kanada?
Hafðu samband!
Hafa samband