Thompson Rivers University

 

Nám í Thompson Rivers University

Thompson Rivers háskólinn (TRU) er nýtískulegur og framsækinn háskóli staðsettur í Kamloops í Bresku Kólumbíu, Kanada. TRU er umkringdur frábæru landslagi og hér finnur þú fjölmörg tækifæri fyrir spennandi útivist. Ef þig langar að læra erlendis og hefur áhuga á útivist er TRU góður kostur fyrir þig.

Hér að neðan finnur þú upplýsingar um nám í Thompson Rivers háskólanum. Á hinum síðuðun getur þú lesið þér til um þær námsgreinar sem í boði eru, gistinguna, námsmannalífið í Kamloops og umsóknarferlið. Þar að auki getur þú lesið frásögn nemanda sem stundaði nám í Thompson Rivers.

10 góðar ástæður fyrir að læra í Thompson Rivers University

 1. Þetta er þekktur skóli á alþjóðavísu
 2. Háskólasvæðið er líflegt og skemmtilegt með allri aðstöðu sem alþjóðlegir nemendur þurfa.
 3. Næg tækifæri til að njóta útivistar á svæðinu, t.d. fjallgöngu, fjallahjólreiðum, hestamennsku, golf, veiði, tennis, íshokkí og curling
 4. Það eru mörg stúdentafélög, íþróttaklúbbar og útivistarfélög á háskólasvæðinu sem þú getur tekið þátt í, t.d. fréttablað námsmanna, alþjóðlegi fótboltaklúbburinn og alþjóðlega útivistarfélagið
 5. Mörg íþróttalið sem keppa fyrir hönd skólans á landsvísu sem þú getur e.t.v. orðið hluti af
 6. Frábær staðsetning, rétt við útjaðar miðbæjarins.
 7. Alþjóðlegt háskólaumhverfi með nemendum frá fleiri en 85 löndum
 8. Frábærar stúdentaíbúðir, bæði á háskólasvæðinu og utan þess
 9. Vancouver er bara í 45 mínútna flugferð frá Kamloops
 10. Þú þarft einungis að keyra í 45 mínútur til þess að komast á nokkur af bestu skíðasvæðum Kanada

Thompson Rivers University - Campus

Hvaða gráðu get ég fengið í Thompson Rivers háskólanum?

Þú getur fengið:

 • Bachelorgráðu
 • Mastersgráðu
 • Þú getur stundað nám í 1 eða 2 annir (Study Abroad)
 • Styttri gráður: Diploma eða certificate

Hvað kostar að læra í Thompson Rivers háskóla?

Kostnaður við að stunda nám í TRU fer eftir því hvaða nám verður fyrir valinu hjá þér og hvaða gráðu þú ert að læra. Ráðgjafar okkar um nám erlendis geta sent þér nákvæm verð fyrir það nám sem þig langar að læra sem og upplýsingar um áætlaðan lifikostnað í Kamloops, Kanada.

Hafðu samband við okkur til þess að fá upplýsingar um verð og allar aðrar spurningar sem þú kannt að hafa. Nemendaráðgjöf KILROY er þér algerlega að kostnaðarlausu og þér er velkomið að hringja eða kíkja á skrifstofuna okkar í stutt spjall.

Af hverju að læra í Thompson Rivers háskólanum?

TRU býður upp á mikið úrval námsleiða; allt frá gráðum í útivistar-ferðamennsku, íþróttum eða jafnvel fjalla- eða skíða-leiðsögumennsku til hefðbundnari bachelor- eða mastersgráða í viðskiptafræði, verkfræði eða tölvunarfræði. Allt í allt býður TRU upp á næstum því 200 námsleiðir. Allir tímar eru kenndir í litlum kennslustofum og er meðaltalið 24 nemendur í hverjum tíma. Þannig ábyrgist skólinn betri og persónulegri kennslu.

Blandaðu náminu þínu í TRU við "hands-on" reynslu með því að nýta þér sjálfboða- og atvinnutækifæri. Margar námsleiðir í TRU bjóða möguleika á launaðri vinnu á meðan á náminu stendur. Þetta þýðir að þegar þú klárar námið ertu komin(n) með gráðu og nokkurra anna reynslu af vinnu tengdri náminu þínu. Þannig ert þú betur undirbúin/n fyrir vinnumarkaðinn.

Langar þig að læra í Kanada?

Skemmtilegar staðreyndir um Thompson Rivers háskólann

 • TRU dregur nafn sitt af norður Thompson og suður Thopson ánum, sem mætast í Kamloops
 • Það eru 85 félög innan skólans og á meðal þeirra er t.d. félag sem sérhæfir sig í trommuslætti frumbyggja, leiklistar "workshop", Eco, Enactus, indverskt, pride og "united way youth"
 • Það eru 6 íþróttafélög innan skólans: Hafnabolta-, víðavangshlaup-, golf-, sund-, curling- og klappstýrulið
 • Meðalfjöldi nemenda í tímum er einungis 24
 • Það eru 12 veitingastaðir á háskólasvæðinu
 • Skólaárið skiptist í 3 annir og þær byrja í september, janúar og maí

Hvernig getur KILROY aðstoðað mig að komast inn í Thompson Rivers háskólann?

Við veitum þér ókeypis ráðgjöf og aðstoðum þig allt frá þinni fyrstu spurningu um nám í Kamloops, til umsóknarferlisins og þar til þú ert komin/n til Kamloops, Kanada. Einnig geta ráðgjafar okkar sent þér upplýsingar um hvað það mun kosta að búa í Kamloops sem og upplýsingar um hvað námið kostar. Hafðu endilega samband við sérfærðing okkar í námi erlendis ef þú hefur spurningar eða vilt fræðast meira um möguleika þína á námi í TRU. Við hlökkum til að heyra í þér!

Nánari upplýsingar um Thompson Rivers finnur þú með því að:

 • Heimsækja heimasíðu skólans www.tru.ca
 • Fylgja Thompson Rivers University á Instagram
 • Tengjast háskólanum í gegnum Facebook
 • Skoða Thompson Rivers University á Pinterest
 • Lesa nýjustu fréttir og uppfærslur TRU á Twitter
Vilt þú nánari upplýsingar um Thompson Rivers University?
Hafðu samband!
Hafa samband