Thompson Rivers University

Námsmannalífið í Kamloops, Kanada

Námsmannalífið í Kamloops

Upplifðu námsmannalífið í Kamloops við einar flottustu aðstæður sem þú getur ímyndað þér. Í þessari nýtískulegu borg munt þú upplifa smábæjarandrúmsloft í fjölþjóðlegu umhverfi. Uppgvötaðu mikið úrval útivistar í borginni sjálfri og næsta nágrenni. Að stunda nám í Kanada verður ógleymanleg upplifun!

Kamloops er þriðja stærsta borgin í Bresku Kólumbíu og er vinsælt að stoppa þar á leiðinni til Kanadísku Rockie fjöllanna og Banff þjóðgarðsins. Við mælum með að þú nýtir fríin þín í að kíkja í þessa mögnuðu þjóðgarða. 

Í borginni ríkir afslappað andrúmsloft og úrval útivistar og afþreyingar er svo mikið að engum getur leiðst! Íbúar borgarinnar eru um 100.000 og þeir eru mjög vinalegir og bjóða ferðamenn og erlenda námsmenn velkomna.

Kamloops er ein sólríkasta borg Bresku Kólumbíu! Borgin er með hlýtt og þurrt loftslag, sem er temprað með 4 árstíðum.Vorin byrja snemma og hitinn helst þægilegur þangað til síðla hausts, fullkomið fyrir útivistarfólk.

Einn risastór kostur við að stunda nám í Kamloops frekar en í stórborgum Kanada er að verðlagið er 10-20% lægra en ef þú býrð í borg eins og Vancouver eða Toronto.

Það er frábært að fara á skíði í Kanada

Námsmannalífið í Kamloops - draumur útivistarfólks

Kamloops borgin er umkringd glæsilegu fjallalandslagi sem býður upp á fjöldan allan af útivistarmöguleikum. Golf, rafting, fjallgöngur, skíði, kayak og hestamennska eru lítið brot af þeirri afþreyingu sem hægt er að stunda í borginni og umhverfi hennar.

Kamloops hefur upp á mikið að bjóða og býr yfir fjölbreyttri menningu. Hér finnr þú fleiri en 200 veitingastaðir og líflegt næturlíf. Prófaðu að fara í "The Art We Are", þar sem fagmenn selja vörur sínar beint frá býli og mikið af lífrænum mat er fáanlegur. Á laugardögum umbreytist staðurinn í tónlistarveislu þar sem hljómsveitir frá öllu landinu koma saman. Kanadabúar eru mjög stoltir af tónlistarfólkinu sínu svo þú þarft að fara á tónleika og kynna þér úrvalið! Ef ske kynni að þig langaði í bjór ættir þú að fara á Commodore þar sem þú upplifir skemmtilega blöndu af alls konar tónlist, eða Kelly O'Bryant's - já mikið rétt, þetta er írskur pöbb þar sem starfsfólkið er klætt í kilt.

Ef þig langar að slaka á og njóta útsýnissins í staðinn skalt þú fara niður á Chapter's Viewpoint veitingastaðinn. Á góðviðrisdegi getur þú séð yfir alla Kamloops borgina héðan.

Hvað er skemmtilegt að gera í Kamloops? 

  • Farðu á skíði eða snjóbretti í Sun Peaks resort
  • Farðu á Kamloops Cowboy hátíðina
  • Uppgvötaðu einu hátið Kanada sem snýst um Ice Wine (sætvín frá Kanada)
  • Skemmtu þér á hinni árlegu Kampoola Pow Wow hátíð


Það er nóg við að vera fyrir námsmenn í Kamloops

  • Farðu á Kayak í nærliggjandi ám.
  • Taktu út golfkylfurnar! Þessi staður er ekki þekktur sem Keppnishöfuðborg Kanada fyrir ekki neitt

Þú getur farið í rafting ef þú ert í háskóla í Kanada

  • Farðu í rafting
  • Smakkaðu bjóra frá svæðinu í bjórgöngutúr á milli staða í miðbænum
  • Drekktu te með munkum í Birken Forest hofinu í Sitavana


Vancouver - Kanada

10. Kíktu til Vancouver! Kamloops er einungis 45 mínútur frá Vancouver með flugi eða 3,5 klst í bíl.

Afslættir fyrir nemendur í Kanada

Sem nemandi getur þú fengið frábæra afslætti með ISIC kortinu í Kanada sem og í öðrum löndum. Náðu í ISIC appið (það er ókeypis!) til þess að þú missir af neinum frábærum nemendaafsláttum í þínu nágrenni. Sæktu um ISIC kortið hér.

Vilt þú nánari upplýsingar um Thompson Rivers University?
Hafðu samband!
Hafa samband