Thompson Rivers University

Lífið á campus - Thompson Rivers University

Campusinn í Thompson Rivers University

Háskólinn er staðsettur rétt fyrir utan miðbæ Kamloops, á vesturströnd Kanada. Hvort sem þú vilt gista á háskólasvæðinu eða annars staðar getur þú verið viss um að þú sért nálægt spennandi útivistarmöguleikum.

Aðstaða og þjónusta hjá Thompson Rivers University

Þegar þú ákveður að læra í TRU getur þú valið á milli þess að búa á háskólasvæðinu eða annars staðar. Ef þú ert týpan sem vilt vera nálægt öllu og í göngufjarlægð frá skólastofunum ættir þú að skoða húsnæði á háskólasvæðinu. TRU Residence er heimavist í 3 húsum á háskólasvæðinu þar sem tryggt er að nýjir nemendur fái herbergi svo lengi sem þeir sæki um fyrir umsóknarfrestinn.

Ef þú kýst að vera utan háskólasvæðisins ætti ekki að vera mikið mál að finna húsnæði nálægt TRU. Upper College Heights nemendaíbúðirnar eru einn kostur sem er nálægt háskólasvæðinu.

Einnig býðst nemendum að búa hjá fjölskyldu, en þannig færð þú kanadíska menningu beint í æð! Flestir evrópskir nemendur velja að finna húsnæði með öðrum nemendum. TRU's Off Campus Housing Registry aðstoðar nemendur að leita að leiguíbúðum, meðleigjendum eða auglýsa eftir sérþörfum varðandi húsnæði.

Háskólasvæðið í Kamloops - KILROY

Háskólasvæðið hjá Thompson Rivers University

Aðal háskólasvæðið er staðsett í útjaðri miðbæjar Kamloops. Aðrar borgir í fylkinu eru Williams Lake, Clearwater, Barriere, Ashcroft, Lillooet og Vancouver.

Háskólalífið á Thompson Rivers Campus

Þér mun klárlega ekki leiðast! Hér finnur þú mikinn fjölda félaga og klúbba sem eru öll í göngufjarlægð. Þú getur einnig gengið til liðs við International Student Activity Program (ISAP). Þannig getur þú kynnst fólki, prófað nýja hluti og uppgvötað kanadíska menningu sem og skoðað nærliggjandi svæði.

Ef þú elskar íþróttir þá er þetta staðurinn fyrir þig! Háskólasvæðið hjá TRU er í göngufjarlægð frá helstu verslunarsvæðum Kamloops og við hliðina á stærsta afþreyingarsvæði þeirra, Tournament Capital Centre. Hér getur þú fundið sundlaug í ólympíustærð, hlaupabraut, æfingarstöð og fimleikaaðstöðu. Ef þig langar að keppa í íþróttum er TRU með háskólalið í mörgum greinum.

Á campus finnur þú fjölbreytta aðstöðu eins og bókasafn, stúdentaþjónustu, hjúkrunarþjónustu, bókabúð, bar, kaffihús, líkamsræktarstöð, sundlaug, skvass- og tennisvelli. Önnur þjónusta er m.a. nemendaráðgjöf, fjárhagsaðstoð og atvinnuleitar aðstoð.

Samgöngur

Allir nemendur TRU geta sótt um UPASS; passa sem virkar í allar samgöngur í Kamloops. Til viðbótar við ókeypis samgöngur fær fólk með UPASS einnig frítt í Aquatic Centre.

Langar þig að eignast UPASS? Farðu í nemendaráðsbygginguna með stúdentakortið þitt og skráningarblað í námskeið þegar þú kemur á staðinn.

Vilt þú nánari upplýsingar um Thompson Rivers University?
Hafðu samband!
Hafa samband