Trent University

Nám í Petersborough

Háskólinn TRENT er staðsettur í Petersborough, sem er mjög lífleg borg og þekkt fyrir mikið menningarlíf, ekki langt frá Toronto, stærstu borg Kanada, en það tekur um það bil 90 mínútna akstur.

Íbúar Peterborough eru um 80.000 og borgin liggur mitt í Kawarta Lake héraði, sem er þekkt fyrir snyrtilegt umhverfi, mikið skóglendi og stöðuvötn. Í Peterborough er að finna ótal bari, kaffihús, verslanir og bókabúðir. Þráirðu meira líf og tilbreytingu, geturðu sjálfsagt skotist til Toronto, þar sem möguleikarnir eru endalausir. Frönskumælandi hluti Kanada liggur heldur ekki langt frá og eru borgirnar Quebec og Montreal hvað þekktastar.

Samgöngur

Toronto liggur í 90 mínútna akstursfjarlægð og það aka 12 stætisvagnar allan daginn á milli Toronto og Petersborough. Það kostar aðeins 95 kanadíska dollara að komast frá flugvellinum í Toronto og heim í íbúðina þína í Petersborough.

Loftslag

Loftslagið er temprað, fjórar árstíðir.

Vilt þú nánari upplýsingar um Trent University?
Hafðu samband!
Hafa samband