Trent University

Stúdentalífið í Trent University

Aðalstöðvar Trents háskóla eru í um það bil 20 mínútna fjarlægð frá Peterborough. Útsýnið er stórkostlegt umhverfis háskólann, nær draumi líkast, en áin Otanabee rennur þar um og mikill gróður í kring.

Í háskólanum geta námsmenn stundað alls kyns íþróttir auk þess sem þeir fá ókeypis aðgang að æfingamiðstöð skólans.

Húsnæði

Háskólinn býður upp á stúdentaíbúðir í svokölluðum "Residential Colleges". Þú getur valið um einstaklingsherbergi (9.000 kanadískir dollarar á ári) eða tveggjamanna herbergi (8.000 kanadískir dollarar á ári), full fæði er innifalið. Óskir þú frekar að búa fyrir utan skólasvæðið ættirðu að skoða www.trentu.ca/housing. Flestir evrópskir námsmenn kjósa frekar að deila íbúð með samnemendum sínum.

Vilt þú nánari upplýsingar um Trent University?
Hafðu samband!
Hafa samband