Trent University

Upplýsingar um nám í Trent University

Háskólinn býður bæði upp á grunnnám (BA) og framhaldsnám (meistaranám), en KILROY getur aðeins aðstoðað með grunnnám og skiptinám á bachelor stigi. Nám í stjórnmálafræði, sálfræði og umhverfis-og auðlindafræði eru t.a.m. sérstaklega vinsæl.

Staðreyndir:

  • Fjöldi nemenda: um 7.000
  • Fjöldi alþjóðlegra nemenda: um 700
  • Skólaárið * Haustmisseri september - desember. * Undirbúningsvika og nýnemakynning hefst í lok ágúst. * Vormisseri: janúar-apríl. * Undirbúingsvika hefst í janúarbyrjun. * Sumarnámskeið einnig í boði.

Skólagjöld 2013

Skólagjöldin eru í kringum 14.000 kanadíska dollara á ári, en sjúkratrygging og strætókort eru innifalin. Gera má ráð fyrir um 2.000-2.500 kanadískum dollurum í viðbótarkostnað.

Inntökuskilyrði

Íslenskir námsmenn þurfa að hafa lokið Stúdentsprófi með góðar einkunnir. Ella ber nemendum að taka stöðupróf (t.d. TOEFL), þó er þetta vegið og metið hverju sinni. Þeir nemendur sem uppfylla ekki þessi tungumálaskilyrði gefst einnig kostur á að taka séráfanga í ensku eða svokallað "English for University Program".

Námsframboð

Háskólinn býður bæði upp á grunnnám (BA) og framhaldsnám (meistaranám) en KILROY getur aðeins aðstoðað með grunnnám og skiptinám á bachelor stigi. Nám í stjórnmálafræði, sálfræði og umhverfis-og auðlindafræði eru t.a.m. sérstaklega vinsæl. Einnig býðst þér að sækja nám í hugvísindum, náttúruvísindum, tæknifræði og hagfræði. Ef þig langar til að prófa eitthvað nýtt og fara í styttra nám erlendis í 1-2 misseri og fá það svo metið upp í námið á Íslandi, eða langar bara að skella þér í nám erlendis, þá er "Study Abroad" námið kjörið tækifæri fyrir þig.  Þú velur nokkur námskeið sem boðið er upp á fyrir útlendinga og er þá algengast að velja 5 námskeið á önn.  Námið hentar þeim best er hyggjast dvelja erlendis í eitt ár eða skemur.

Hvernig sæki ég um?

Við mælum með því að þú sækir um skólavist minnst 3-4 mánuðum fyrir byrjun námsins. Hafi þessi skóli fangað áhuga þinn, geturðu haft samband við KILROY sem mun leiða þig í gegnum umsóknarferlið og veita frekari upplýsingar.

Umsóknareyðublöð

Vinsamlegast hafðu samband við KILROY. Nánari upplýsingar um námsframboð má nálgast í gegnum heimasíðu Trent University.

Vilt þú nánari upplýsingar um Trent University?
Hafðu samband!
Hafa samband