Kína

Fudan University
 

Nám í Kína

Stundaðu nám í einni elstu siðmenningu heims í einu stærsta hagkerfi heims, sem enn fer ört vaxandi. Stærð landsins er gífurleg og getur þú auðveldlega ferðast á milli veturs og sumars eða frá búddískum til múslímskra svæða án þess að þú þurfir nokkru sinnum að fara yfir landamæri.

Það virðist kannski ótrúlegt, en innviðir Kína gera það að verkum að auðvelt er að ferðast um landið. Tungumálið gerir það hins vegar þó nokkuð flókið! Þá átt þú einnig eftir að uppgötva fljótt að stærð Kína gerir það nánast ómögulegt að ætla sér að ná að skoða allt landið - og jafnvel bara hálft landið. Að auki verður þú að búa þig undir mikla mannmergð - í Kína búa um 1.3 billjón manns.

Kína á sér 5000 ára gamla sögu og finnur þú þar mörg fræg kennileiti eins og Kínamúrinn, The Three Gorges fjallasvæðið, Terracotta herinn í Xi'an og margt fleira. Það er erfitt að lýsa því - þú verður eiginlega að mæta á staðinn og sjá með eigin augum.

Af hverju ætti ég að stunda nám í Kína?

Hvort sem þú ferð í fullt nám eða eins eða tveggja anna skiptinám þá átt þú eftir að upplifa ólgeymanleg námsár í Kína. 

Staðreyndir

Íbúafjöldi: 1,373,541,278
Höfuðborg: Peking (Beijing)
Stærsta borgin: Shanghai
Tungumál: Mandarin (70%)
Tímalína: UTC +8
Gjaldmiðill: Hong Kong Dollar, Renminbi (Yuan (CNY))

Vilt þú nánari upplýsingar um Kína?
Hafðu samband!
Hafa samband