Tsinghua University

 

Tsinghua University

Tsinghua University er einn af þekktustu háskólum Kína og laðar til sín nemendur alls staðar að úr heiminum. Háskólasvæðið er staðsett í norðvestur hluta Peking þar sem áður voru garðar Qing-veldisins. Svæðið hefur fengið viðurkenningu fyrir að vera eitt af fallegustu háskólasvæðum heims, með sín fagurgræn svæði, hof (pagodas), skúlptúra (pavilions), brýr og litlar fallegar tjarnir með lótus blómum.

Hvaða nám get ég stundað í Tsinghua University?

Þú getur sótt um að stunda 1 - 2 anna skiptinám í Tsinghua University í Peking. Sem skiptinemi getur þú valið á milli fjölda spennandi námsfaga. Háskólinn hefur yfir 200 fög (í grunnn- og framhaldsnámi) sem kennd eru á ensku innan mismunandi greina en þar á meðal er verkfræði, efnafræði, hagfræði og fjölmiðlafræði.

Að auki færð þú tækifæri til að taka fög sem tengjast kínverskri sögu, lifnaðarháttum, menningu og siðum ásamt því að læra Mandarín kínversku og viðskipta-kínversku. Þannig færð þú mun betri innsýn inn í menningu landsins. Láttu námsdrauminn rætast!

Sérfræðingur okkar í námi erlendis veitir þér persónulega ráðgjöf og aðstoð við umsóknarferlið þér að kostnaðarlausu. 

Stunda nám í Tsinghua University, Peking

Frábært orðspor

Tsinghua University er einn af níu háskólum sem eru hluti af C9 deildinni í Kína, sambærilegt við „the Ivy League” í Bandaríkjunum. Að auki er Tsinghua University:

  • Númer eitt á lista yfir bestu háskóla í Kína samkvæmt QS World University (2015/2016)
  • Númer 24 á lista yfir bestu háskóla í heiminum samkvæmt QS World University Rankings (2016)
  • Númer 34 á lista yfir bestu háskóla í heiminum samkvæmt Times Higher Education Rankings (2016-2017)
  • Númer 1 á lista yfir besta verfræðinámið samkvæmt US News and World skýrslunni árið 2015, tók yfir af Massachusetts Institute of Technology (MIT) og er það í fyrsta sinn sem kínverskur háskóli kemst þar í topp sætið. 

8 ástæður fyrir því að stunda nám í Tsinghua University

  • Tsinghua University er einn af bestu háskólum Kína samkvæmt nokkrum þekktum og áræðanlegum matslistum (bæði kínverskum og alþjóðlegum).
  • Þú færð frábær tækifæri til að kynnast kínverskri menningu ásamt því að læra Mandarín kínversku.
  • Háskólasvæðið er einstaklega fallegt og finnur þú þar fjölda þjónustufyrirtækja eins og banka, verslanir, líkamsræktar stöð, þvottahús og margt fleira.
  • Meðlimir alumni félags skólans eru meðal annars fyrrum forseti Kína Hu Jiantao ásamt núverandi forseta Xi Jinping.
  • Háskólinn er staðsettur í norðaustur hluta Peking sem er "silicon valley" Kína. Að auki er hann nálægt nokkrum af frægustu kennileitum Peking eins og Sumarhöllinni og Yuan Ming Yuan garðinum. 
  • Í heildina hefur Peking að geyma flest fræg kennileiti (af öllum borgum heims) en þar má nefna Forboðnu borgina, Kínamúrinn, Sumarhöllina, Ming grafirnar, Himnahofið og Peking Man Site á Zhoukoudian.

Stunda nám við Tsinghua University í Peking, Kína

Það getur stundum verið svolítið yfirþyrmandi að flytja til annarra landa, sérstaklega ef maður er einn á ferð og talar ekki tungumálið. Við vinnum náið með samstarfsaðilum okkar í Kína sem munu taka á móti á flugvellinum, veita þér góða kynningu á skólanum og háskólasvæðinu, neyðarnúmer sem hægt er að hringja í allan sólarhringinn og nokkrar skoðunarferðir þar á meðal um Kínamúrinn og Forboðnu borgina.

Hafðu samband við sérfræðing okkar í námi erlendis sem veitir þér persónulega ráðgjöf og aðstoð við umsóknarferlið þér að kostnaðarlausu. 

Vilt þú nánari upplýsingar um Tsinghua University?
Hafðu samband!
Hafa samband