Tsinghua University

Námsmannalífið í Peking

Námsmannalífið í Peking

Í Peking finnur þú frábæra blöndu af hefðbundnum kínverskum og vestrænum lífstíl. Sem nemandi við skólann átt þú eftir að að fá frábært tækifæri til að kynnast menningunni í Peking og námsmannalifínu í Tsinghua University.

Peking er höfuðborg Kína og önnur stærsta borg landsins, á eftir Shanghai. Peking er menningar-, pólitísk- og þekkingarmiðstoð Kína. Saga borgarinnar spannar yfir 2000 ár og hefur hún verið höfuðbborg Kína síðustu 700 árin. Veðurfarið í borginni einkennist af heimum sumrum og köldum vetrum. 

Tsinghua University er staðsettur í Wudaokou hverfinu sem er einkar vinsælt meðal námsmanna í Peking til að búa á, læra og kíkja út með vinum. Þar finnur þú marga frábæra matsölustaði, kaffihús og ekki má gleyma götusölum sem selja snilldar eggja pönnukökur (Jing Bing), frábær og hefðbundinn morgunmatur.

Himnahofið í Peking, Kína

Fræg kennileiti í Peking

Þú finnu rnokkur af frægustu kennileitum Kína í Peking en þar á meðal er Kínamúrinn, Himnahofið, Forboðna borgin og Sumarhöllin.  Að auki eru óteljandi minjar og afþreyingarmöguleikar í boði.

Að ganga um „the hutongs” (gömul hverfi borgarinnar) mun veita þér einstaka innsýn inn í menningu og lifnaðarhætti Kínverja. Þá á hið sögulega Tiananmen torg ekki eftir að fara framhjá þér. Þar sem þú átt eftir að sjá Kínverja sitja og láta tímann líða, fólk að iðka Tai Chi og börn að leika sér með flugdreka. Á torginu byggði Mao Zedong grafhýsi sitt, þar sem þú getur enn séð smurðan líkama hans. Farðu snemma á fætur einn morguninn og fylgstu með athöfninni þegar fánarnir eru dregnir að húni við torgið.

 

Vilt þú nánari upplýsingar um Tsinghua University?
Hafðu samband!
Hafa samband