Tsinghua University

Námsmannahúsnæði í Peking

Húsnæði í Peking

Langar þig að stunda nám við Tsinghua University en ert ekki viss um húsnæðismöguleika þína. Ekki hafa áhyggjur! Sérfræðingur okkar í námi erlendis veitir þér persónulega og fría ráðgjöf um allt sem viðkemur námsmannalífinu í Peking.

Námsmannaíbúðir í Peking

Það er ekki örugg að allir alþjóðlegir nemendur fái húsnæði á sjálfu háskólasvæðinu en þú getur einnig sótt um húsnæði í gegnum samstarfsaðila okkar í Peking. Það geta verið íbúðir sem eru nálægt háskólasvæðinu (um 10 mínútur á hjóli) þar sem þú deilir baðherbergi, eldhúsi, borðstofu, þvottavél, sjónvarpi og annarri aðstöðu með öðrum nemendum. Algengt er þar að netið, rafmang, gas, vatn, og vikuleg hreingerning sé innifalin í leiguverði. 

Þá hefur þú einnig alltaf möguleikann á því að finna þitt eigið húsnæði á leigumarkaðinum en við mælum ekki með því nema þú talir kínversku reiðbrennandi og getir mætt og skoðaða íbúðina.

Háskólasvæðið

Háskólasvæðið við Tsinghua University er frekar stórt og er algengt að nemendur ferðist á milli kennslustofa á hjóli. 

Á svæðinu er verslunarmiðstöð staðsett í Zhaolanyuan þar sem þú finnur banka, pósthús, matvöruverslanir, bókabúðir, ávaxta- og grænmetismarkaði, ljósmyndastofu, veitingastaði, hárgreiðslustofur og þvottahús.

Þá er einnig frábær íþróttamiðstöð svæðinu með tennis-, badminton-, fótbolta- og körfuboltavelli ásamt frábærri klifuraðstöðu. 

Með um 13 fjölbreytta veitingastaði þá ætti ekki að vera nein vöntun á svæðinu. 

Námsmannalífið í Tsinghua University

Samgöngur

Húsnæði utan háskólasvæðisins er að mestu staðsett í um 10 mín hjólafjarlægð frá Tsinghua University ásamt því að vera nálægt almenningssamgöngum og frábærum veitingahúsum. Sniðugt er að fjárfesta í annaðhvort nýju eða notuðu hjóli.

Þeir nemendu sem eiga ekki hjól geta nýtt sér skutluna á háskólasvæðinu en hún ekur á um 20 mín fresti um svæðið. 

Í Peking eru 17 neðanjarðarlínur sem tengir farþega við nánast öll svæði borgarinnar og finnur þú þrjár stöðvar í aðeins 5 mínútna göngufjarlægð frá háskólasvæðinu (West og East Gates).

Vilt þú nánari upplýsingar um Tsinghua University?
Hafðu samband!
Hafa samband