Tsinghua University

Námið í Tsinghua University

Námið í Tsinghua University

Þú getur stundað eins eða tveggja anna skiptinám við Tsinghua University. Hafðu samband við sérfræðing okkar í námi erlendis sem veitir þér persónulega ráðgjöf og aðstoð við umsóknarferlið þér að kostnaðarlausu.

Sem skiptinemi við Tsinghua University tekur þú um fimm til sex fög á hverri önn en það geta verið fög sem tengjast:

  • Námsleið þinni: Tsinghua hefur yfir 200 fög í boði sem kennd eru á ensku. Sérfræðingur okkar í námi erlendis veitir þér nánari upplýsingar um þau fög sem standa þér til boða.
  • Kínverskri sögu og menningu: Þú færð tækifæri til að skrá þig í fög sem tengjast kínverskri sögu, lifnaðarháttum, menningu og siðum en þannig kynnist þú menningunni enn betur.
  • Mandarín-kínversku: Þú byrjar á því stigi sem hentar þér, í boði eru bæði byrjenda- og framhaldsnámskeið. Athugaðu að ef þú hefur engan grunn í Mandarín-kínversku er skylda fyrir þig að fara á eitt námskeið. 

Hafðu samband við sérfræðing okkar í námi erlendis varðandi nánari upplýsingar, ráðgjöf og aðstoð við umsóknarferlið sem er þér að kostnaðarlausu. 

Hvenær hefst námsönninn?

Námið skiptist í tvær annir

  • Vorönn: febrúar - júní
  • Haustönn: september - janúar

Hér fyrir neðan finnur þú nánari upplýsingar um þær námsleiðir sem eru í boði í Tsinghua University. Einnig getur þú haft samband við ráðgjafa okkar sem veitir þér fría ráðgjöf og aðstoð við að finna þau fög sem henta þér.

Vilt þú nánari upplýsingar um Tsinghua University?
Hafðu samband!
Hafa samband