XJTLU

 

Xi’an Jiaotong-Liverpool University

Xi’an Jiaotong-Liverpool University (XJTLU) er samstarf á milli University of Liverpool í Englandi og Xi’an Jiaotong University í Kína. Háskólinn er staðsettur í borginni Suzhou á austurströnd Kína, í aðeins 30 mín fjarlægð frá Shanghai með hraðlestinni.

Ástæður fyrir því að þú ættir að stunda nám við XJTLU

 • XJTLU blandar saman því besta sem báðir skólarnir (University of Liverpool í Englandi og Xi’an Jiaotong University í Kína) hafa upp á að bjóða. 
 • Með því að hafa reynslu og þekkingu frá Kína bætir þú ferilskrá þína og eykur atvinnumöguleika.
 • Nemendur í grunnámi fá gráðu frá bæði XJTLU og University of Liverpool.
 • XJTLU hefur í boði fjölda skólagjalda- og námsstyrkja fyrir alþjóðlega nemendur.
 • Þú færð tækifæri til að byrja að vinna að þínu eigin sprotafyrirtæki í "the student enterprise park" eða taka þátt í einu af 100 námsmannafélögum skólans sem tengjast listum, íþróttum, tónlist, nýsköpun eða dansi.
 • Suzhou er háþróuð borg með að meðaltali um 15% árlegan hagvöxt.
 • Borgin hefur verið kölluð "paradís á jörðu" en þar finnur þú margar vel varðveittar minjar og kennileiti sem eru á UNESCO heimsminjaskrá.
 • Þú færð einstakt tækifæri til að upplifa eina af menningarlegustu borgum heims. Að auki er gífurlega margt að sjá í Kína. Kínamúrinn og Tiananmen torgið í Peking, Terracotta hermennina í Xi'an og bamboo skóginn í Chengdu.

Stundaðu nám við XJTLU í Kína

Hvaða nám get ég stundað við XJTLU?

Þú getur stundað:

 • Grunnnám
 • Meistaranám
 • Skiptinám - eina eða tvær annir

Þú finnur yfir 30 námsleiðir á grunnstigi og 29 á meistarastigi við XJTLU í deildum allt frá verkfræði, viðskiptafræði til hugvísinda. Allar námsleiðirnar eru kenndar á ensku og byggðar á námskrá University of Liverpool. Þá eru einnig fög bæði á grunn- og meistarastigi í boði fyrir nemendur sem vilja fara í skiptinám til Kína í annaðhvort eina eða tvær annir.

Hafðu samband við sérfræðing okkar í námi erlendis sem veitir þér nánari upplýsingar og aðstoð við umsóknarferlið þér að kostnaðarlausu.

View at the XJTLU campus surroundings in Suzhou, China

Hvernig getur KILROY aðstoðað mig?

Við veitum þér ókeypis ráðgjöf og aðstoðum þig allt frá þinni fyrstu spurningu um nám við XJTLY, til umsóknarferlisins og þar til þú ert komin/n til Suzhou, Kína. Einnig geta ráðgjafar okkar sent þér upplýsingar um áætlaðan lifnaðarkostnað og skólagjöldin. Hafðu endilega samband við sérfræðing okkar í námi erlendis ef þú hefur spurningar eða vilt fræðast meira um möguleika þína á námi í XJTLU. Við hlökkum til að heyra í þér!

Vilt þú nánari upplýsingar um XJTLU?
Hafðu samband!
Hafa samband