XJTLU

Námsmannahúsnæði í Suzhou

Húsnæði við XJTLU

XJTLU býður upp á einstaklega gott háskólasvæði. Háskólasvæðið samanstendur af tveimur svæðum: sameiginlegu svæði og afmörkuðu XJTLU háskólasvæði. Allir nemendur við háskóla, sem staðsettir eru í Higher Education Town, nýta sameiginlega svæðið á meðan að afmarkaða svæðið er tileinkað nemendum í XJTLU fyrir kennslu, rannsóknir og lærdóm.

Námsmannahúsnæði í Suzhou

Það eru margir fjölbreyttir húsnæðismöguleikar í boði - eitthvað fyrir alla. The Suzhou Industrial Park Education Development & Investment Limited Company (SIPEDI) býður upp á húsnæðisþjónustu fyrir alla nemendur í Dushu Lake Higher Education Town þar sem Xi’an Jiaotong-Liverpool University (XJTLU) er staðsettur. 

Námsmannalífið á háskólasvæðinu

Þegar þú lendir í Suzhou munu námsráðgjafar skólans aðstoða þig við að aðlagast námsmannalífinu og menningunni í borginni. Þar getur þú fengið ráðgjöf varðandi visa, húsnæði og afþreyingarmöguleika á svæðinu. 

Sem nemandi við XJTLU færð þú tækifæri til að taka þátt í yfir 100 nemendafélögum. Hver eru áhugamál þín?

Námsmannalífið í XJTLU í Kína - Ultimate Frisbee keppni

Að auki finnur þú frábæra lærdómsaðstöðu á Sushu Lake bókasafninu, aðstöðu til íþróttaiðkunar í Dushu Lake íþróttamiðstöðinni (þar finnur þú líkamsrækt, klifurvegg og sundlaug), húsnæði, bíóhús og leikhús, keilu, verslanir og veitingastaði.

Samgöngur til og innan Suzhou

Þú getur auðveldlegar komist til Suzhou með flugi, lest eða rútu. Suzhou hefur ekki sinn eigin flugvöll en það eru þrír flugvellir staðsettir nálægt: Shanghai Pudong International Airport, Shanghai Hongqiao International Airport km og Wuxi Airport. Samgöngukerfið innan Suzhou er einnig einkar þægilegt og ódýrt en þar hefur þú möguleika á því að hjóla, taka strætó, lest, neðanjarðarlest og leigubíl.

  • Hjóla - Suzhou Industrial Park hefur sína eigin hjólaleigu. Nemendur geta fjárfest í svokölluðu hjólaleigu korti og leigt þannig eitt af 2000 hjólum sem í boði eru frítt í allt að einn klukkutíma (þar á eftir kostar klukkustundin 1 RMB).
  • Strætó - Strætóar eru ódýr leið til að ferðast á milli staða. Þeir ganga frá Higher Education Town og fara til allra hverfa í Suxhou. Að auki er frí strætóþjónusta, fyrir nemendur skólans, á milli háskólasvæðisins og nokkurra hverfa.
  • Lest - Það tekur aðeins 25 mín að ferðast með lestinni til Shanghai og innan við einn og hálfan tíma til Nanjing. Að auki eru hraðlestar frá Suzhou til Shangai, Kunshan, Wuxi, Zhenjiang og Nanjing. Hraðlestin Peking-Shanghai fer í gengum Suzhou. Það tekur ekki nema 5 tíma að fara með henni til Peking.

Að auki getur þú ferðast til borga eins og Hangzhou, Chengdu, Xi'an, Guangzhou, o.s.frv. með hraðlest ásamt því að heimsækja önnur svæði í Kína með lest eða langferðarrútu.

Vilt þú nánari upplýsingar um XJTLU?
Hafðu samband!
Hafa samband