XJTLU

Námið í XJTLU

Námið í XJTLU

Þú getur stunda grunn-, framhalds-, MBA- eða skiptinám við XJTLU. Þar finnur þú um 60 námsleiðir sem eru kenndar í 14 mismunandi deildum ásamt því að þú getur flutt þig yfir til University of Liverpool í Englandi.

Hvað get ég lært í XJTLU?

Þú getur stundað:

  • Grunnnám
  • Meistaranám
  • Skiptinám (eina eða tvær annir)

Það getur verið breytilegt eftir námsleiðinni en almennt geta nemendur í grunnámi valið á milli þess að ljúka gráðunni í XJTLU í Suzhou eða fært sig yfir í University of Liverpool og lokið gráðunni þar. MBA nemendur fá einnig tækifæri til að taka eina önn í Englandi.

Eins til tveggja anna skiptinám er mögulegt á bæði grunn- og meistarastigi. Sem skiptinemi getur þú valið á milli þriggja tegunda af fögum:

  1. Kínversku
  2. Fög þar sem áherslan er á kínverska menningu, pólitík, sögu, viðskiptafræði og hagfræði
  3. Fög sem tengjast beint því námi sem þú ert að stunda.

Hvenær hefst námsönnin?

Skólaárinu er skipt niður í tvær annir, haustönn og vetrarönn. Teknir eru inn nýir nemendur í fullt nám í september og í skiptinám bæði í september og febrúar.

At XJTLU in China you can choose from many study programs and courses - Science Lab XJTLU

Námsleiðir og fræðigreinar hjá XJTLU

Stækkaðu listann hér að neðan til þess að sjá hvaða námsleiðir og fræðigreinar eru í boði hjá XJTLU.

Vilt þú nánari upplýsingar um XJTLU?
Hafðu samband!
Hafa samband