Nýja-Sjáland

Útskrift hjá AUT
 

Nám í Nýja-Sjálandi

Menning og náttúra Nýja-Sjálands býður upp á afar spennandi valkosti ef gerður er samanburður við önnur enskumælandi lönd. Á sama tíma stendur námsmönnum til boða mikið úrval náms í heimsklassa. Nýja Sjáland er fyrirrennari á mörgum sviðum og oft leiðandi í mörgum alþjóðlegum samanburðum á námsstöðlum.

Samstarfsháskólar okkar á Nýja-Sjálandi búa að yfir 100 ára reynslu og eru alþjóðlega viðurkenndir og námsframboð er afar fjölbreytt.

Nýja-Sjáland liggur mitt á milli miðbaugs og suðurpóls - algerlega aðskilið frá öðrum stöðum á jarðarhvelinu. Á Norðurey er miðjarðarhafsloftslag en á Suðurey er aðeins kaldara. Náttúran er á meðal hreinustu í heimi. Stærsti hluti íbúa eiga rætur sínar að rekja frá Evrópu.

Nýsjálendingar, eða "the kiwis" eins og þeir eru gjarnan kallaðir, eru afar vingjarnlegir og taka vel á móti alþjóðlegum námsmönnum. Nýsjálendingar eru mikið fyrir útiveru og því er Nýja-Sjáland fullkominn staður fyrir útilífsunnendur. Borgir Nýja Sjálands eru öruggar og þæginlegar.

Almennar Staðreyndir

Fólksfjöldi: sirka 4 milljónir Höfuðborg - Wellington (500.000 íbúar) Aðrar stórborgir - Auckland (1.3 íbúa) Tungumál  - Enska og Maorí Gjaldmiðill - Nýsjálenskur dalur (NZD) Tímabelti - UTC + 12 (UTC + 13 yfir sumarið)

Lýðfræðilegar upplýsingar:  Um 70% íbúa eiga rætur að rekja til evrópskra innflytjenda. Flestir eru frá Írlandi eða Hollandi. Maóríar eru svo næst stærsti þjóðfélagshópurinn. Asíumenn 6,6% og innflytjendur frá Kyrrahafinu, 6,5% (2001)

Stjórnarfar:  Stjórnarskrá landsins byggist á mörgum mismunandi plöggum og það mikilvægasta af þeim er "The Constitution Act" frá 1987.

Loftslag:  Þar sem Nýja-Sjáland liggur í Suður-Kyrrahafi er vetur þar þegar sumar er á Íslandi, og öfugt. Nýja-Sjáland liggur þétt við miðbaug þar sem rifan á ósonlaginu er stór svo á sumrin skal varast sterkustu sólina og að brenna ekki. Það getur orðið kalt á veturna og á það til að vera snjóstormar á Suðurey. Á Norðurey snjóar sjaldan og fer hitastig sjaldan undir frostmark, ef frá er talið hálendið við eldfjöllin.

Vilt þú nánari upplýsingar um Nýja-Sjáland?
Hafðu samband!
Hafa samband