AUT University

Mikil gleði í útskriftinni í AUT
 

Nám í Auckland University of Technology

Auckland University of Technology (AUT) er "the university of the changing world". AUT er sá háskóli á Nýja Sjálandi sem er hvað örastur í vexti en hann er staðsettur í Auckland. Við getum hjálpað þér með að verða námsmaður í Auckland og þannig gefið þér ógleymanlegar minningar!

7 góðar ástæður til þess að læra í Auckland:

study in auckland - study in new zealand

 1. Auckland situr í þriðja sæti á listanum hjá Mercer’s Quality of Living yfir borgir með hæstu lífsgæðin.
 2. 91% of stúdentum AUT finna starf strax eftir útskrift eða innan sex mánaða.
 3. Námskeið skólans leggja mikla áherslu á praktíska kennslu og reynslu.
 4. Margar námsleiðanna fela einnig í sér starfsnám þar sem stúdentar starfa hjá alvöru fyrirtækjum í eina önn. Þetta hjálpar þeim að öðlast reynslu á vinnumarkaðinum.
 5. Alþjóðlegir nemendur geta gert 4 verkefni á önn eða tvö sjálfstæð verkefni og eitt verkefni með leiðbeinanda sem gerir þeim kleift að upplifa vinnustaðarmenninguna á Nýja Sjálandi.
 6. Kennslutímar fara fram í litlum bekkjum svo auðvelt er að eiga samskipti við kennara og aðra samnemendur.
 7. Síðustu 18 mánuði hefur orðið ódýrara að lifa á Nýja Sjálandi.

Verðlaun sem Auckland University of Technology hefur hlotið

 • Hjá QS World University Rankings by Subject 2017 hlaut AUT þrjú sæti á topp 300 listanum: Art and Design (einn af topp 100 í heiminum), Accounting and Finance (einn af topp 150 í heiminum), Business and Management (einn af topp 300 í heiminum).
 • The Times Higher Education’s listar AUT sem alþjóðlegasta háskólann á Nýja Sjálandi og tólfta alþjóðlegasta háskólann í heiminum.
 • AUT situr á topp 50 lista yfir háskóla í heiminum sem kenna listir og hönnun.

Hvað get ég lært hjá Auckland University of Technology? 

 • Skiptinám (1 til 2 annir)
 • Grunnám (Bachelor)
 • Framhaldsnám (Master)
 • Diplóma-/Skírteinisnám
 • Ph.d.

study auckland - university auckland

Skemmtilegar staðreyndir um Auckland University of Technology

 • Á meðal vel þekktra einstaklinga sem hafa útskrifast úr skólanum er Dominic Bowden, umsjónarmaður og kynnir sjónvarpsþáttanna New Zealand Idol og The X Factor New Zealand. Bowden útskrifaðist árið 2000 frá AUT með BA í Communication Studies með áherslu á sjónvarp. 
 • AUT er eini viðskiptaskólinn á Nýja Sjálandi sem býður upp á námskeið í sölu, auglýsingum og smásölu.
 • Rannsakendur frá AUT Institute of Culture, Discourse og Communication standa fyrir könnun á tveggja ára fresti sem að skoðar hvernig íbúar Nýja Sjálands (Kiwis) nota tækni og internetið.

Hvernig getur KILROY hjálpað mér með að stunda nám í Auckland?

KILROY býður upp á fría námsráðgjöf þar sem við getum hjálpað þér með allt ferlið frá A til Ö. Þar að auki geta námsráðgjafar okkar gefið þér kostnaðaráætlun miðað við þitt nám.

Vilt þú nánari upplýsingar um AUT University?
Hafðu samband!
Hafa samband