Nýja-Sjáland

Fjármögnun til náms í Nýja Sjálandi

Á Nýja Sjálandi greiða bæði heimamenn og alþjóðlegir námsmenn skólagjöld. Þessi gjöld geta verið á bilinu 450.000 - 950.000 fyrir misserið. Fyrir þá sem eru í doktorsnámi eru gjöldin minni og fylgja staðbundnum taxta. Skólagjöldin greiðast við upphaf hvers misseris, sem þýðir tvisvar á ári.

Auk skólagjalda eru önnur útgjöld eins og húsnæði, leiga, matur, bækur, ferðir, símareikningar ofl. Það er erfitt að segja til um nákvæmlega hversu mikill framfærslukostnaðurinn er, en að meðaltali er hægt að búast við að hann sé sirka 25-30% lægri en á Íslandi.

Vinna með námi

Ef námið þitt er lengra en 12 mánuðir geturðu sótt um atvinnuleyfi til að geta unnið 20 tíma á viku, og í fullri vinnu í skólafríum. Að vinna samhliða námi er afar sniðug leið til að afla sér smá vasapening og reynslu. Vertu samt meðvituð/aður um að námið krefst mikils tíma svo við mælum með að þú einbeitir þér að náminu fyrsta misserið, þannig finnurðu út hversu mikinn tíma þú þarfnast fyrir heimalærdóm. Ef þú ert á skiptiönn en vilt samt vinna samhliða námi þá er nauðsynlegt að skipuleggja tíma sinn vel. Að finna vinnu er tiltölulega einfalt samkvæmt fyrri skiptinemum frá Norðurlöndunum. 

Vilt þú nánari upplýsingar um Nýja-Sjáland?
Hafðu samband!
Hafa samband