Nýja-Sjáland

Gagnlegar upplýsingar um Nýja-Sjáland

Þú þarft að útvega þér vegabréfsáritun (VISA) áður en þú ferðast til Nýja-Sjálands. KILROY education getur hjálpað þér ef spurningar vakna.

Nýja-Sjáland er öruggt land. Vörugæði eru mikil og vatnið geturðu drukkið beint af krana. Allir námsmenn þurfa að kaupa staðbundna sjúkdómstryggingu en einnig mælum við með að þú kaupir þér góða ferðatryggingu.

Ferðir Utanlands:

Þú getur meðal annars komist til Nýja-Sjálands með því að millilenda í Asíu. Góð flugfélög eru til dæmis Quantas, British Airways og Singapore Airlines. Leyfilegur innritaður farangur má vera mest 20 kíló. KILROY travels býður uppá góða flugmiða til námsmanna. Þú getur beðið um "stop over", og þá getur þú haft viðkomu í Asíu (Singapore, Bangkok, Bali ) fyrir sama verð.

Innanlands:

Ef þú vilt ferðast á milli borga Nýja-Sjálands þá er það bæði auðvelt og þæginlegt hvort sem þú ferðast með flugi, lest eða rútu. Samgöngutæki eru afar nútímalegar og skilvirk. Sumir námsmenn kaupa bíl til einkaafnota. Þó skal haft í huga að Nýsjálendingar keyra á vinstri vegarhelmingi. Svo er einnig auðvelt að ferðast á milli fótgangandi eða á hjóli. 

Húsnæði

Þú getur valið að búa á háskólasvæðinu (campus) eða leitað að íbúð á almennum leigumarkaði. Margir námsmenn frá Evrópu velja að búa með öðrum námsmönnum. Verðin eru misjöfn, sem fer eftir kröfum hvers og eins, en leigan ætti að vera sirka 25.000 - 48.000 á mánuði. Ef þú ákveður að nýta þér háskólahúsnæðið getum við hjá KILROY education hjálpað þér að sækja um.

Vilt þú nánari upplýsingar um Nýja-Sjáland?
Hafðu samband!
Hafa samband