Nýja-Sjáland

Að stunda nám í Nýja-Sjálandi

Grunnnám tekur þrjú ár og eftir það geturðu annað hvort tekið meistaranám sem tekur 1,5 - 2 ár eða eitt Honors ár. Doktorsnám (PhD) kemur svo á eftir meistaranáminu. Í Nýja-Sjálandi fara flestir að vinna eftir grunnnámið, svo eftir bachelor eru góðir atvinnumöguleikar í boði fyrir þig, ef þig langar til að búa lengur á Nýja-Sjálandi.

Háskólanám er skipt í þrjá hluta: Grunnnám (Bachelor) og framhaldsnám (meistaranám). Þú getur einnig farið til Nýja-Sjálands í skiptinám í gegnum KILROY og lesið nokkur fög sem hluti af námi þínu heima. Námið byggist upp á kennslu, hópavinnu eða sjálfsnám. Í lok misseris eru svo próf úr hverju fagi.

Skólaárið 

Flest nám hefjast í febrúar eða júlí. Ef þú ætlar bara að vera yfir eitt misseri þá geturðu byrjað í nóvember (nóvember til febrúar). Umsókn þarf að senda í lok nóvember ef þú hefur nám í febrúar, eða í lok apríl ef þú hefur nám í júlí. Ef námið hefst í nóvember þarftu að sækja um í síðasta lagi í lok ágúst. 

Tungumálakunnátta

Góð einkunn í ensku frá stúdentsprófi nægir sem tungumálaskilyrði fyrir námsinngöngu á Nýja Sjálandi. Kröfurnar eru þó að stúdentsprófið sé ekki eldra en fimm ára gamal og að einkunnir (sem regla) séu 7 á A-stigi eða 10 á B-stigi.

Enskupróf

Ef skólinn krefst þess að þú takir enskupróf geturðu til dæmis tekið TOEFL próf (Test of English as a Foreign Language), sem er viðurkenndasta enskupróf í heimi. Þú bókar þig í próf á netinu á heimasíðu TOEFL. Á síðunni getur þú einnig æft þig fyrir prófið.

Vilt þú nánari upplýsingar um Nýja-Sjáland?
Hafðu samband!
Hafa samband