Íþróttastyrkir

Íþróttastyrkir
Íþróttastyrkir (athletic scholarships) eru veittir af skólunum og byggjast á hæfileikum hvers og eins, þekkingu og tímasetningu umsóknar.

Vinsamlegast athugaðu að eins og staðan er í dag tökum við ekki á móti nýjum umsóknum um íþróttastyrki. Fylgstu með á heimasíðu okkar varðandi breytingar á því.

Verðið á ári í bandaríska háskóla fyrir skólagjöldum, leigu og uppihaldi getur verið frá $20,000-45,000$ fyrir skólaárið. Skólastyrkirnir geta annað hvort verið "full ride scholarships" sem þýðir að öll námsgjöldin eru greidd (þar með talið bækur, matur og húsnæði), eða "partial scholarships" sem aðeins greiðir fyrir hluta af þessum kostnaði.

Heill námsstyrkur getur verið yfir 20 milljónir íslenskra króna. Vertu meðvituð/aður um að skólinn sem býður þér hæsta námsstyrkinn þarf ekki endilega að vera besti kosturinn fyrir þig. Það er mikilvægt að meta hvort skólinn getur boðið þér það sem þú ert að leita að.

Íþróttastyrkirnir eru veittir af viðkomandi college eða háskóla og er það þjálfari liðsins sem velur hver á að fá styrk. Styrkirnir eru veittir fyrir eitt ár í senn og því þarft þú sem nemandi að uppfylla þær kröfur sem skólinn setur til að geta haldið styrknum fyrir næsta ár á eftir og svo koll af kolli. Þjálfararnir taka þátt í þessu og reyna ásamt skólanum að sjá til þess að nemendur á styrkjum fái þann stuðning sem þeir þurfa til að komast áfram.

Hafa samband við sérfræðing KILROY í íþróttastyrkjum!
Hafa samband