Íþróttaupplýsingar

Íþróttaupplýsingar
Í bandarískum colleges er mikill íþóttaandi og samkeppni mikil á milli skóla. Þessi hefð hefur verið til staðar í margar kynslóðir og fylgjast milljónir manna með keppnum á milli skóla.

Vinsamlegast athugaðu að eins og staðan er í dag tökum við ekki á móti nýjum umsóknum um íþróttastyrki. Fylgstu með á heimasíðu okkar varðandi breytingar á því.

Íþróttafélög eru mun útbreiddari en í Evrópu og í Bandaríkjunum tengjast margir þeim skólum sem þeir voru í eða þeim skóla sem er í nágrenninu. Eftir því sem maður keppir fyrir hönd síns skóla þá er mun meiri samkennd í bandarískum skólum en í til dæmis íslenskum. Dæmi um þetta eru allar þær college peysur sem eru svo áberandi og bera nöfn skólanna.

Amerískur fótbolti, hafnabolti og körfubolti eru vinsælastir en aðrar íþróttagreinar geta einnig laðað að stóra áhorfendahópa á stærstu mótin. Í stærstu íþróttagreininni, amerískum fótbolta, eru skólar sem laða að yfir 80.000 - 100.000 áhorfendur á einn leik. Því skapa stórir íþóttaviðburðir samstöðu sem allir vilja eiga hlutdeild í. 

NCAA - National Collegiate Athletics Association

NCAA á ríkan þátt í íþróttalífi í amerískum skólum. Markmið samtakanna er að samhæfa keppnir og mót á milli háskóla og colleges. Námið er afar mikilvægt þar sem stærsti hluti nemenda á ekki eftir að mata krókinn við að spila íþróttir í framtíðinni. Námið er því eitthvað sem veitir þeim öryggi. NCAA er með margar reglur sem bæði þjálfarar og nemendur þurfa að fara eftir. Þessum reglum þarf að fylgja svo þú sem nemandi lendir ekki í vandræðum hjá NCAA og í versta falli verðir látin/n fara eða missir íþróttastyrkinn.

Skólarnir skiptast í 3 mismunandi deildir: I, II og III. Liðið sem hver skóli tilheyrir fer eftir því hve margar íþróttagreinar þeir hafa ásamt því hvernig aðstaða þeirra er. Öll lið skólans tilheyra sömu deild. Liðin geta því ekki færst á milli deilda sökum árangurs.

NCAA Eligibility Center

NCAA Eligibility Center (áður Clearinghouse) eru samtök sem dæma hæfni nemenda til að stunda íþróttir í skiptingu I eða II. NCAA Eligibility Center metur hæfni námsmanns að mestu á námshæfileikum hans. Það er skylda að skrá sig hjá samtökunum til að geta stundað íþróttir í skiptingu I og II.

NAIA - National Association of Intercollegiate Athletics

NAIA er eins og NCAA samansafn bandarískra skóla sem skipuleggja íþróttastarfsemi í college. Meðlimir NAIA eru oft minni skólar en það þýðir þó ekki að möguleikar til námsstyrkja eru litlir. Í mörgum tilfellum geta þeir verið stærri en hjá NCAA skólum. Kostur NAIA skólanna er að þeir eru með persónulegri yfirbragð vegna færri nemendafjölda.

NJCAA - National Junior College Athletic Association

NJCAA skipuleggur íþróttir fyrir alla skóla sem bjóða uppá  tveggja ára nám. Junior College er góður valkostur fyrir þá nemendur sem eru ekki með úrvalseinkunnir úr framhaldsskóla, vantar kúrsa sem NCAA Eligibility Center krefst eða sem geta ekki fengið pláss hjá NCAA eða NAIA. Eftir tvö ár gefst þér kostur á að flytjast yfir í NCAA eða NAIA skóla.Hafðu samband við sérfræðing í íþróttastyrkjum.

Hafa samband við sérfræðing KILROY í íþróttastyrkjum!
Hafa samband