Námsupplýsingar

Það er aragrúi af námsmöguleikum í Bandaríkjunum.
”Heimsins besta nám” kallast próf meðal annars frá amerískum háskóla. Það er mikilvægt að þú veljir skóla sem er viðurkenndur til að skólinn standist þínar væntingar og að þú veljir nám sem hagnast þér einnig á Íslandi. Nám í Bandaríkjunum byrjar með grunnnámi sem er sirka 4 ár og að því loknu ertu komin/n með bachelor gráður.

Vinsamlegast athugaðu að eins og staðan er í dag tökum við ekki á móti nýjum umsóknum um íþróttastyrki. Fylgstu með á heimasíðu okkar varðandi breytingar á því.

Fyrsta skólaárið í Bandaríkjunum er almennt talið frekar auðvelt því þú lest aðeins grunnkúrsa sem líkjast íslenskum kúrsum úr framhaldsskóla. Almennt eru teknir 12 kúrsar sem dreifast yfir þessi fjögur ár.
 
Það eru einnig til svokölluð "community" eða "junior" college. Þar tekurðu svokallaða Associates degree sem jafngildir tveimur fyrstu háskólaárunum. Með þessa gráðu geturðu svo haldið áfram í háskólanám og klárað grunnnámið á 2 árum. Þessi möguleiki er góður fyrir þá sem eru ekki með háar einkunnir frá stúdentsprófi. 

Stór kostur við að læra í Bandaríkjunum er að þú getur lesið hvað sem er; Viðskiptafræði, Sálfræði, dans, arkitektúr, hönnun, ensku, flug, eðlisfræði, dýralækningar o.s.frv.

Ertu smeyk/ur við að enskan þín sé ekki nógu góð? Þá er mikilvægt að vita að tungumálið er það minnsta sem þú ættir að hafa áhyggjur af, það kemur algerlega af sjálfu sér. Það getur að sjálfsögðu tekið lengri tíma að læra á ensku í byrjun, en það er óvenjulegt að fólk fari að hugsa og dreyma á ensku eftir aðeins nokkrar vikur.

Almennt byrjar skólaárið í ágúst og endar í lok maí, með pásu í 3-4 vikur yfir jól. Sem nemandi í fullu námi þarftu að taka 4-6 kúrsa per misseri. Skólaár nokkurra skóla skiptist niður í 4 misseri sem innifelur aðeins öðruvísi uppsetningu.

Hafa samband við sérfræðing KILROY í íþróttastyrkjum!
Hafa samband