Málaskólar

Málarskólar um allan heim - KILROY

Langar þig að læra nýtt tungumál? Þá er besta leiðin að fara út í málaskóla. Þar munt þú heyra tungumálið sem þú vilt læra allan daginn og færð fjölda tækifæra til að æfa tal. Þannig lærir þú tungumálið miklu hraðar en hérna heima. 

Að auki færð þú að prófa að búa í nýju landi, kynnast nýrri menningu og eignast vini víðsvegar að úr heiminum.

Við störfum með frábærum málaskólum um allan heim og höfum áralanga reynslu af því að senda ungt fólk út í tungumálanám. Kennslan er til fyrirmyndar og félagslífið frábært. Á meðan á dvöl þinni stendur átt þú eftir að kynnast mikið af nýju fólki, bæta tungumálakunnáttu þína og upplifa fjölda ævintýra. Þú getur lært:

Við búum yfir áralangri reynslu af málaskólum svo ef þig vantar aðstoð við val á málaskóla skaltu endilega hafa samband við ráðgjafa okkar.

Enskunám á Möltu - KILROY

Lærir mikið - skemmtir þér líka! 

Við leggjum mikið upp úr því að skólarnir okkar séu með fyrsta flokks kennslu. Það er þó staðreynd að það skiptir líka miklu máli að njóta sín og skemmta sér. Áherslan er því á góða kennslu en einnig frábært félagslíf. 

Vanalega er kennslan hálfan daginn og afþreying hinn hluta dagsins, t.d. til að hrista hópinn saman, kynna menningu landsins sem þú dvelur í og gefa þér tækifæri til að nýta tungumálið. 

Það er mismunandi eftir skólum hvað er gert og þú ert aldrei skyldug/ur til þess að taka þátt - en við mælum með því.

Þú getur líka sameinað málaskóla og ferðalag. Það eru t.d. margir sem byrja ferðalag um Suður Ameríku á því að læra spænsku í eina til tvær vikur til þess að geta spjallað við heimamenn og fengið meira út úr ferðalaginu sínu.

Enskuskóli í New York - KILROY

Flottir málaskólar - frábær staðsetning

Staðsetning skólanna fer eftir áfangastað og úrvalið er mikið. Þú getur valið um að vera miðsvæðis í stórborgum, alveg við sólarströnd, inni í skógi o.s.frv. Margir vilja bæta enskukunnáttu sína og er þar vinsælt að fara í málaskóla í einhverri stórborg í Bandaríkjunum, t.d. New York & San Francisco, eða fara til Möltu svo hægt sé að liggja á ströndinni eftir að kennslu lýkur.

Námið

Venjan er sú að við komu tekur þú stöðupróf, en það er gert til þess að skilgreina á hversu mikið þú kannt í tungumálinu. Það er þó engin ástæða til þess að vera stressuð/aður því þetta er gert til að setja þig í bekk með fólki sem kann álíka mikið og þú í málinu. Þannig átt þú eftir að fá sem mest út úr náminu.

Langar þig að læra nýtt tungumál?
Hafðu samband
Hafa samband