Læra ensku erlendis

Enskunám í Englandi, Bandaríkjunum og á Möltu.
Hefur þú áhuga á að læra ensku? Hjá okkur finnur þú frábært enskunám á spennandi stöðum um allan heim. Hvort sem þú ert algjör byrjandi eða vilt bæta orðaforðann á ákveðnum sviðum, þá erum við með það námskeið sem henta þér.

Við störfum með frábærum enskuskólum í Bandaríkjunum, á Englandi, í Ástralíu og á Möltu. Hafðu þá samband við ráðgjafa okkar sem aðstoðar þig við að finna þann málaskóla sem hentar þér.

EF málaskólarnir

Skólarnir eru mjög vel staðsettir, aðstæður eru til fyrirmyndar og nemendur hafa aðgang að allri nýjustu kennslutækni ásamt því að lögð er mikil áhersla á nútímalegar og lifandi kennsluaðferðir. Skólarnir er tæknilega vel búinn og bjóða upp á úrvals kennslu fyrir byrjendur sem og lengra komna.

Kennarar nota t.d. Efekta iLab þar sem þeir geta fylgst með námsárangri þínum og viett þér upplýsingar um bæði veikleika og styrkleika. Þannig er hægt að sérsníða námið að þínum þörfum og þú nærð betri árangri á skemmri tíma.

Allir nemendur fá aðgang að samskiptasíðu nemenda áður en haldið er út og geta þannig kynnst öðrum nemendum sem verða í skólanum. Á samskiptasíðunni tekur þú einnig stöðupróf áður en þú kemur í skólann. Þetta er gert til þess að hægt sé að setja fólk með svipaða enskukunnáttu saman í bekk. Þar að auki getur þú nálgast kennsluefni á síðunni og þannig hafið enskunámið áður en þú mætir á staðinn.

Enskuskóli í San Francisco - KILROY

Námið

Þú getur valið á milli þess að taka:

  • Intensive námskeið: 32 kennslustundir á viku
  • Almenn námskeið: 26 kennslustundir á viku
  • Grunnnámskeið fyrir byrjendur sem og lengra komna: 20 kennslustundir á viku
  • EF Academic Year Abroad

Þá getur þú einnig valið að taka námskeið sem hafa ákveðnar áherslur og bætt þannig orðaforðann á ákveðnum sviðum en það getur verið t.d. í tengslum við læknisfræði, vinskiptafræði, leiklist, bókmenntir, kvikmynda gagnrýni, ensku fyrir ferðaþjónustuna o.s.frv. Að auki er boðið upp á undirbúningsnámskeið fyrir öll helstu enskupróf; TOEFL, TOEIC, IELTS og CAMBRIDGE EXAM.

Gistingin

Þú getur valið á þmili þess að búa hjá fjölskyldu sem eru sérstaklega valin af starfsfólki skólans eða á heimavist þar sem nemendur víðsvegar að úr heiminum búa saman.

Enskunám í Englandi - KILROY

Ef þú vilt vera út af fyrir þig getur skólinn einnig aðstoðað þig við að finna íbúð eða hótel.

Hjá fjölskyldu getur þú óskað eftir því að vera einn í herbergi eða deila herbergi með öðrum nemenda. Sama á við um heimavistina en þar getur þú óskað eftir að vera einn í herbergi eða deila herbergi með einum til þremur öðrum nemendum.

Nemendur af sama þjóðerni gista ekki hjá sömu fjölskyldu eða í sama herbergi nema sérstaklega sé óskað eftir því. Þetta er gert til þess að hámarka framfarir í tungumálinu.

Maturinn

Nemar sem gista hjá fjölskyldu eru í hálfu fæði, morgunmat og kvöldmat alla virka daga en fullt fæði um helgar. Ráðgjafi okkar veitir þér nánari upplýsingar um hvort og þá hvernig fæði sé innifalið í þeirri gistingu sem þú velur.

Brottfarir

Flest námskeið byrja alla mánudaga og er því gistingin frá sunnudegi.

  • Intensive og almenn námskeið hefjast alla mánudaga.
  • Grunnnámskeið hefjast alla mánudaga í júní, júlí og ágúst en ekki eins reglulega aðra mánuði ársins.
  • Önnur námskeið hafa sérstaka upphafsdaga. 

Lengd dvalar

Þú velur hversu lengi þú vilt vera í enskuskólanum. Lágmarksdvöl er 2 vikur og þú getur verið allt upp í 52 vikur.

Móttaka á flugvelli við komu

Nemendur geta óskað eftir að láta fulltrúa skólans sækja sig á flugvöllinn.

Langar þig að læra ensku?
Hafðu samband
Hafa samband