Málaskólar í Englandi

Málaskólinn í Bournmouth
Hjá okkur skipta gæði náms miklu máli og höfum við því valið vel hvaða skólum við störfum með. Þannig getum við ábyrgst góða kennara og kennslu.

Í samstarfi með EF International Language Schools störfum við með málaskólum í Bournemouth, Brighton, London, Cambridge, Oxford, Bristol, Manchester og Bath. 

Hefur þú áhuga að læra ensku í Englandi? Hafðu samband við ráðgjafa okkar sem aðstoðar þig við að finna rétta málaskóla. 

Hér fyrir neðan finnur þú stuttar lýsingar á nokkrum skólum sem við vinnum með!

Málaskóli í Bournemouth

bournmeouth language school

Bournemouth er eftirsóttur sumarleyfisstaður og einn vinsælasti ferðamannastaðurinn á Suður Englandi. Þar er að finna fjölbreytta afþreyingu fyrir fólk á öllum aldri. Skólinn er í aðeins 10 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni og skammt frá miðbænum, því er stutt í verslanir, kaffihús, veitingastaði, kvikmyndahús og leikhús sem veitir þér fjölda tækifær til að æfa þig í enskunni.

Málaskóli í Brighton

Brighton language school

Við störfum einnig með frábærum málaskóla í Brighton, á suðurhluta Englands. Skólinn er staðsettur í sögulegu húsi og eru kennslustofurnar með útsýni yfir strandlengjuna. Skólinn er eingöngu í 5 mínútna göngufæri við ströndina og um 15 mínútna göngufæri frá miðbænum. 

Málaskóli í London

London language school

London, höfuðborg Englands, er ein fjölmennasta borg Evrópusambandsins. Borgin hefur gríðarleg áhrif á heimsvísu og er þekkt fyrir fjármálastarfsemi sína, fjölbreytta menningu, næturlíf, tísku og listir. Í London finna allir eitthvað við sitt hæfi.

Skólinn í London er í um 10 mínútna göngufjarlægð frá London Eye, Thames og leikhúslífinu í West End. Skólinn er stór en umhverfið er vinalegt og eru allar aðstæður innan skólans til fyrirmyndar. Skólinn er tæknilega vel búin og býður upp á úrvals kennslu fyrir byrjendur sem og lengra komna.

Málaskóli í MANCHESTER fyrir 25 ára og eldri

Manchester er mjög vinalega borg,  þekkt sem íþrótta og tónleikaborg Bretlands. Borgin er einnig mikil háskólaborg og því mikið af ungu fólki sem sækir Manchester heim. Skólinn er staðsettur í vinalegu umhverfi og eru allar aðstæður innan skólans til fyrirmyndar. Skólinn er tæknilega vel búin og býður úrvals kennslu fyrir byrjendur sem lengra komna.

Langar þig að bæta núverandi enskukunnáttu?
Hafðu samband
Hafa samband