Málaskóli á Möltu

Langar þig að læra ensku á Möltu?
Malta er eyjan í miðju Miðjarðarhafinu, staðsett sunnan við Ítalíu. Eyjan einkennist af fallegum ströndum og tærum sjó og er hún vinsæll áfangastaður fyrir þá sem vilja læra ensku í notalega loftslagi.

malta-language school

Málaskólinn er staðsettur í miðbæ St. Julians og er hann í göngufjarlægð við ströndina, fjölda veitingahúsa, kaffihúsa sem og eitt stærsta kvikmyndahús Möltu.

Kennslustofurnar eru nútímalegar og loftkældar. Í skólanum er einnig þægileg setustofa og verönd sem nemendur sækja í milli kennslustunda.

Eftir kennslu er tilvalið að rölta niður á strönd,  baða sig í sólinni og synda í sjónum.  EF Beach Club er einnig tilvalinn staður til að hitta aðra nemendur, spjalla og skipuleggja kvöldið eða helgina. 

Langar þig að læra ensku á Möltu?
Hafðu samband
Hafa samband