Málaskólar í Bandaríkjunum

Málaskóli er lærdómsrík og skemmtileg upplifun!
Í Bandaríkjunum störfum við með enskuskólum í New York, Boston, Miami, Los Angeles, Seattle, San Fransisco, Santa Cruz, Santa Barbara, San Diego, Chicago, Washington DC og Honolulu. Láttu drauminn rætast og lærðu eða bættu núverandi enskukunnáttu þína í landinu þar sem allt er stórt!

Enskunám í Bandaríkjunum

Allir enskuskólarnir í Bandaríkjunum henta bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Námið hefst á mánudegi, en þú velur hvaða mánudag ársins þú vilt byrja og hversu lengi þú vilt dvelja í skólanum. Lágmarksdvöl er 2 vikur, en flestir fara í 4-6 vikur til þess að fá sem mest út úr dvölinni og ná góðum árangri í tungumálinu.

Þú velur hversu stíft þú vilt hafa námið, en algengast er að velja "standard" eða "intensive" námskeið. Standard námskeið þýðir 26 kennslustundir á viku og intensive námskeið 32 kennslustundir á viku. Hver kennslustund er 40 mínútur og það er ekki kennt um helgar.

Hér að neðan eru stuttar lýsingar á vinsælustu enskuskólum KILROY í Bandaríkjunum. Ef þú vilt frekari upplýsingar eða hefur áhuga á að stunda enskunám í annarri borg skaltu hafa samband við ferðaráðgjafa okkar

Málaskóli í New YorkEnskuskóli í New York - KILROY & EF

New York - borgin sem aldrei sefur - er fjölmenn og alþjóðleg. New York skólinn hefur alltaf verið vinsæll hjá KILROY, en þetta er heimavistarskóli í u.þ.b. 40 mínútna fjarlægð frá Manhattan. Auðvelt er að taka lestina frá Tarrytown niður á Manhattan.  Á heimavistinni er allt sem þú þarft á að halda til eiga frábæra dvöl; stór sundlaug, bókasafn, líkamsrækt og frábær aðstaða fyrir nemendur til að hittast. Í skólanum er bæði kaffitería og kaffihús. Í skólanum er sett upp dagskrá í hverri viku sem nemendur hafa val um að taka þátt í. Það er margt skemmtilegt í boði, t. d. að skoða Frelsisstyttuna, Empire State o.fl.

Gisting í New York
Nemendur geta valið á milli þess að gista á heimavist eða hjá fjölskyldu. Flestir velja að gista á heimavistinni þar sem þar er oft mikil stemning og nemendur ná að kynnast mjög vel. Þar er hægt að velja um að deila herbergi með öðrum nemum (1-3) af sama kyni eða borga aukalega fyrir að vera í einkaherbergi.

Þar sem skólinn og heimavistin eru bæði staðsett á campus þá er ekkert mál að koma sér í og úr skólanum. Þeir sem gista hjá fjölskyldu þurfa að ferðast lengra í byrjun og lok dags. Á heimavistinni fá nemendum hálft fæði á virkum dögum (morgunmat og kvöldmat) og hálft fæði um helgar (brunch og kvöldmat). Hinsvegar fá nemendum hjá fjölskyldum fullt fæði um helgar en hálft fæði á virkum dögum.

Málaskóli í Miami

Enskuskóli í Miami - KILROY & EF

Málaskólinn í Miami hefur verið einn vinsælasti málaskóli KILROY frá upphafi! Helstu ástæðurnar fyrir því eru mögnuð staðsetning og frábær campus. Skólinn er alveg við ströndina, örstutt fá Ocean Drive á South Beach þar sem allt iðar af lífi. Það er því stutt í verslanir, veitingastaði, kvikmyndahús og fjörugt næturlíf. Skólinn býður upp á fjölbreytta afþreyingu sem þú velur hvort þú vilt taka þátt í hverju sinni, t.d. blak á ströndinni, grill veislur og helgarferðir á spennandi staði í nágrenni Miami.

Gisting í Miami
Nemendur geta valið á milli þess að gista hjá fjölskyldu eða á heimavist skólans sem er í sama húsi og skólinn sjálfur. Flestir nemendurnir í Mami velja að gista á heimavistinni sem er frábær; sundlaug í garðinum og aðeins nokkur skref á ströndina. Þar er einnig auðvelt að kynnast öðrum nemendum. Þú getur valið á milli þess að gista í herbergi með 1-3 nemum af sama kyni eða í einkaherbergi, en það kostar aukalega. Morgunmatur og kvöldmatur er innifalinn í verðinu.

Málaskóli í Los Angeles

Enskuskóli í Los Angeles - KILROY & EF

Málaskólinn í Los Angeles er mjög vinsæll hjá KILROY, og það er sko ekki að ástæðulausu! Los Angeles er næst fjölmennasta borg Bandaríkjanna og þar er alltaf eitthvað um að vera. Verslunarsvæðið Riviera Village og hin fræga Redondo strönd eru í göngufjarlægð frá skólanum. Ef þú vilt skreppa niður í miðbæ L.A. eða Hollywood er næsta stoppistöð fyrir almenningssamgöngur aðeins 2 mín. göngufjarlægð frá skólanum. Enskuskólinn í Los Angeles er tilvalinn fyrir þá sem vilja læra ensku í sól og afslöppuðu umhverfi en á sama tíma vera í nálægð við fjörugt næturlíf og flottar verslanir.

Í hverri viku er sett upp dagskrá með ýmis spennandi afþreyingu sem þú getur valið að taka þátt í. Þetta getur verið fótbolti á ströndinni, dagsferð í Disney Land eða helgarferð til Las Vegas.

Gisting í Los Angeles
Flestir nemendur gista á EF Residence sem er um 20 mínútur frá skólanum og ströndinni. Þú getur einnig gist hjá fjölskyldu, en þá þarftu mögulega að ferðast lengur með almenningssamgöngum til þess að komast í skólann.

Málaskóli í San Francisco

Enskuskóli í San Francisco - KILROY & EF

San Francisco er uppáhaldsborg margra í Bandaríkjunum. Þar er skemmtilegt andrúmsloft, fjölbreytt mannlíf og nóg við að vera. Svo er þetta nýsköpunar-höfuðborg heimsins svo ef þú hefur áhuga á nýsköpun, tækni og viðskiptum er þetta tilvalinn staður til þess að bæta enskuna! Enskuskólinn í San Francisco er mjög nútímalegur og staðsetningin er frábær; alveg í miðbænum við Fisherman's  Wharf, í göngufjarlægð frá Golden Gate brúnni og ströndinni. Sporvagninn stoppar  alveg við skólann þannig að auðvelt er að ferðast til og frá skólanum.

Skólinn býður upp á dags- og helgarferðir fyrir nemendur sem þú hefur val um að taka þátt í. Það er t.d. farið til Los Angeles, í vínsmökkun í Napa Valley og í Yosemite National Park.

Gisting í San Francisco
Um helmingur nemendanna í enskuskólanum í San Francisco gistir í heimagistingu hjá fjölskyldu. Hinir nemendurnir gista á heimavist. Þú skalt gera ráð fyrir að það taki 30-60 mín að ferðast í skólann með almenningssamgöngum.

Málaskóli í Boston

Enskuskóli í Boston - KILROY & EF

Boston er ein mesta háskólaborg Bandaríkjanna, enda yfir 100 háskólar í borginni. Mikill fjöldi af nemendum og öðru ungu fólki býr í Boston sem gefur borginni mjög líflegt andrúmsloft. Boston er þekkt sem mikil verslunar- og menningarborg en borgin er einnig fræg fyrir Red Sox hafnaboltaliðið. Þó að borgin sé stór þá er hún mjög vinaleg og býr yfir skemmtilegum smábæjarblæ.

Gisting í Boston
EF skólinn er í stóru, sögufrægu húsi sem er staðsett í u.þ.b. 20 mínútna strætóferð frá miðborg Boston og Harvard Square sem er þekkt sem miðstöð háskólalífsins. Heimavistin er á sama stað og skólinn, en þú getur einnig valið um að gista hjá fjölskyldu.

Viltu vita meira um enskuskóla í Bandaríkjunum?
Sendu okkur tölvupóst!
Hafa samband