Fjármögnun náms erlendis

Hvernig þú átt að fjármagna nám erlendis getur verið tímafrekt og erfitt ferli, sem það þarf ekki endilega að vera. Í sumum skólum þarft þú að greiða skólagjöld og einnig þarf að hafa í huga framfærslukostnaðinn í hverju landi ásamt ferðakostnaðinum.

Námslán

Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) veitir þér bæði skólagjaldalán fyrir skólagjöldum og framfærslulán fyrir framfærslu og er sú upphæð reiknuð miðað við verðalagið í hverju landi fyrir sig. Þá er einnig hægt að sækja um lán hjá Framtíðinni sem er lánasjóður sem veitir lán til náms erlendis.

Námsstyrkir

Algengt er að samstarfsskólar okkar veiti nemendum sínum styrki og eru þar tvennskonar styrkir eru í gangi annarsvegar almennur styrkur og hinsvegar skólagjaldastyrkur. Þá eru einnig hægt að sækja um styrki hjá sjálfstæðum stofnunum eins og KILROY Foundation.

Hafðu samband við sérfræðingur okkar í námi erlendis sem veitir þér nánari upplýsingar og aðstoð við umsóknarferlið á námsstyrkjum þér að kostnaðarlausu.

Athugaðu einnig að í sumum löndum getur þú unnið með skólanum. Við mælum samt með því að þú eyðir fyrstu önninni í að koma þér almennilega fyrir og venjast umhverfinu og skólanum.

Sæktu um styrk hjá KILROY Foundation
Sækja um
Hafa samband