Framfærslán til náms erlendis

Það þarf mismikla framfærslu til að halda sér uppi í námi erlendis eftir því í hvaða landi og á hvaða svæði maður býr. Það getur einnig verið auka kostnaður við kennsluefni sem þú þarft að taka með í reikninginn.

Góð leið til að finna út lifnaðarkostnaðinn á viðkomandi stað er að tala við einhvern sem er eða er búin að vera á staðnum frá Íslandi. Við getum komið þér í samband við núverandi/fyrrverandi nemendur á þeim stað sem þú hyggst læra á.

Hafðu samband við sérfræðing okkar í námi erlendis sem aðstoðar þig við að reikna út áætlaðan framfærslukostnað á þeim stað sem þig langar að stunda nám.

Hér eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga þegar þú ferð yfir hugsanlega framfærslu:

  • Hversu mikið kostar að leigja íbúð/herbergi?
  • Hvað kostar fæði?
  • Hvað kosta almennar samgöngur?
  • Er möguleiki fyrir mig að fá hlutastarf?
  • Hvað annað gæti verið kostnaður fyrir mig? (tryggingar og/eða tannlæknir)
  • Mun ég þurfa að hafa auka pening til að ferðast á meðan ég læri erlendis?
Langar þig að fara í nám erlendis?
Hafðu samband
Hafa samband