Námsstyrkir

Það er heill frumskógur af mögulegum styrkjum sem geta komið að góðum notum fjárhagslega í námi erlendis. Athugaðu að styrkir eru settir upp á mismunandi hátt. Því meiri skilyrði sem eru sett á styrkina því meiri líkur er að þú fáir styrkinn.

Hér fyrir neðan finnur þú nokkur atriði sem þú ættir að hafa í huga þegar þú sækir um námsstyrk fyrir námi erlendis.

1. Byrja að skipuleggja nám erlendis með góðum fyrirvara

  • Flest allir styrkir sem eru í boði eru einungis gefnir út einu sinni eða tvisvar á ári. Byrjaðu því eins fljótt og þú getur að athuga hvað er í boði hjá viðkomandi skóla.

2. Ekki senda umsókn um styrk fyrr en þú hefur fengið námsumsókn þína samþykkta.

  • Flestar umsóknir um styrki krefjast sönnunar á því að þú hafir verið samþykkt(ur) inn í viðkomandi skóla. Ef þú sækir um styrk án þess að láta fylgja með bréf frá skólanum um að þú hafir verið samþykkt(ur) gæti umsókn þín um styrk ekki verið tekin til greina.

3. Búðu til staðlaða umsókn - og mundu svo eftir því að aðlaga hana hverju sinni.

  • Þú átt örugglega eftir að senda yfir 10 umsóknir um styrki ef þú ert á annað borð að skoða þennan möguleika. Það er því ekki úr vegi að útbúa staðlaða umsókn sem þú getur geymt og byggt á. Mundu bara eftir því að aðlaga hverja umsókn að þeim styrk sem þú sækir um hverju sinni. Styrkirnir hafa oft mismunandi tilgang og það því þér í hag að hafa umsóknina sem næst þeim tilgangi.

4. Settu saman kostnaðaráætlun

  • Þú ættir alltaf að láta fylgja kostnaðaráætlun með styrktarumsókninni. Mundu að hafa með hvað þú færð í tekjur og hver kostnaðurinn verður. Kostnaðaráætlunin á að sýna fram á að þú þurfir í alvörunni viðkomandi styrk. Mundu að hafa með allan tilfallandi kostnað. Sem dæmi gæti verið kostnaður á ferðalaginu út og aftur heim. Getur líka verið ferð innan viðkomandi lands, en rökin yrðu þá að þú viljir kynnast menningu landsins betur.

5. Kynntu þér styrki frá KILROY Foundation

  • KILROY Foundation er sjálfstæð stofnun (non-profit), stofnað 2013, með það að markmiði að stuðla að þróun á alþjóðlegum skilningi og auka námstækifæri með því að styðja við skólastarf víðsvegar um heiminn. Félagið framkvæmir þetta í gegnum hjálparstörf og með því að veita námstyrki til fólks í Belgíu, Danmörku, Finnlandi, Hollandi, Noregi, Svíþjóð og Íslandi.

KILROY Foundation styrkir einstaklinga sem vilja:

  • Stunda nám erlendis
  • Fara í starfsnám erlendis
  • Fara í sjálfboðastarf erlendis
Sæktu um styrk hjá KILROY Foundation
Sækja um

 

Hafa samband