Nám til styttri tíma - Skiptinám

Skiptinám er frábær leið fyrir nemendur sem vilja upplifa eitthvað nýtt í núverandi námi. Þú getur farið í skiptinám bæði í grunn- og meistaranámi. Þá er einnig möguleiki fyrir nemendur sem eru nýbúnir að klára menntaskóla og vilja breyta um umhverfi að skrá sig í eins árs diplómanám erlendis.

Þegar þú ferð í skiptinám erlendis þá velur þú þau námskeið sem þig langar að taka. Þú færð því tækifæri til að taka fög sem eru á öðrum sviðum og/eða ekki kennd á Íslandi. Mundu samt að það er á þína ábyrgð að fá námskeiðin metin inn í núverandi nám ásamt því að þau passi inn í tímatöfluna þína.

Bókaðu fund með sérfræðingi okkar í námi erlendis sem veitir þér ráðgjöf og aðstoð við umsóknarferlið þér að kostnaðarlausu.

Skiptinám erlendis á eftir að veita þér aukin tækifæri bæði persónulega og faglega.

  • Þú færð tækifæri til að kynnast nýju landi og menningu
  • Fjölbreyttara námsframboð - þú færð tækifæri til að taka fög sem eru ekki kennd á Íslandi
  • Þú verður sjálfstæðari 
  • Þú bætir tungumálakunnáttu þína
  • Þú eykur virði háskólagráðunnar og möguleika þína á atvinnumarkaði

Athugaðu að til að fá einingar úr skiptinámi metnar inn í núverandi nám þá verður þú að sækja fyrirfram um samþykki frá þeim háskóla sem þú ert skráður í námi. 

Langar þig að fara í skiptinám erlendis?
Hafðu samband
Hafa samband