Gátlisti

Er námið lánshæft? Þarf ég sjúkratryggingu? Á ég að flytja aðsetur? Er vegabréfið í gildi? Þarf ég bólusetningu? Þarf ég námslán? Bankamál? Hvar á ég að búa? Á ég að fá mér ISIC kort? Þetta eru allt spurningar sem þarf að hafa í huga.

Hér finnur þú svör við öllum þínum helstu spurningum

 

1. Þarf ég sjúkratryggingar?

Hér á Íslandi erum við vön því að fá lækniskostnaðinn meira eða minna greiddan af yfirvöldum. Ef þú ferð út í nám erlendis gæti þetta ekki verið raunin og þú ættir alltaf að skoða hvernig læknis kostnaðurinn er greiddur í nýja landinu þínu. Ef nauðsyn krefur, fáðu þér tryggingar sem greiða allan aðkallandi sjúkrakostnað. Hafðu samband við sérfræðingur okkar í námi erlendis sem veitir þér allar nánari upplýsingar

2. Þarf ég vegabréf og námsmannaleyfi (visa)?

Þú ættir alltaf að skoða allar vegabréfsáritanir og vegabréfs reglugerðir áður en þú ferð. Það er erfitt að gefa einhverja almenna ráðgjöf í þessu máli. Kröfurnar er breytilegar eftir því hvert þú ert að fara, þjóðerni og hvers konar vegabréfsáritun þú sækir um. Athugaðu þó að flest lönd krefjast þess að vegabréfið þitt sé í gildi í a.m.k. 6 mánuði eftir að þú ætlar að fara úr landi.

3. Mun ég þurfa flytja aðsetur?

Já, það er alltaf gott láta Þjóðskrá vita þegar þú hyggst stunda nám erlendis.

4. Hvaða bólusetningar þarf ég?

Þú gætir þurft að fá bólusetningu áður en þú ferð. Þær bólusetningar sem þú þarft geta verið mismunandi eftir því hvaða heimshluta þú ert að fara til og hversu lengi þú ætlar að vera og hvaða bólusetningar þú hefur fengið áður. Hafðu samband við ferðavernd eða næstu heilsugæslu varðandi nánari upplýsingar.

5. Námslán hjá LÍN?

Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) vetir bæði skólagjaldalán og framfærslulán meðan á námsdvöl stendur. Hafðu samband við LÍN og sjáðu hvaða möguleikar eru í stöðunni varðandi draumanámið þitt.

6. Bankamál?

Að fá bankareikning í nýju landi er ekki alltaf auðvelt og stundum getur það tekið mánuði að fá bankareikning. Í millitíðinni verður þú að treysta á fé eða úttektir af bankareikningi þínum heima. Gakktu úr skugga um að þú eigir nóg af peningum til að komast í gegnum fyrsta tímabilið. Ekki er alltaf nauðsynlegt að hafa bankareikning í viðkomandi námslandi.

7. Hvar á ég að búa?

Að finna nýjan stað til að búa á þegar þú ert staðsett/ur kannski hinum megin á jörðinni kann að virðast ómögulegt. Flestir háskólar hafa námsmannaíbúðir eða herbergi á háskólasvæðinu sem þú sækir um eftir að þú hefur fengið skólavist.

Annar möguleiki er að bóka nokkrar nætur á gistiheimili og byrja að leita þegar þú kemur út.

8. Panta ISIC kort

ISIC kortið (The International Student Identity Card) er eina alþjóðlega viðurkennda kortið sem staðfestir skólavist. Kortið hefur fengið viðurkenningu frá stofnunum eins og UNESCO og the European Council on Culture. Einnig eru kortin viðurkennd af menntastofnunum, háskólum, stúdentafélögum, ríkisstjórnum og menntamálaráðuneytum um allan heim.

Meira en 4.5 milljón stúdenta frá 120 löndum nýta sér ár hvert ISIC kortið til að fá tilboð á ferðalögum, hótelum, smásölu, menningu, íþróttum, viðburðum og fleira, út um allan heim. ISIC er gefið út í gegnum hinar ýmsu dreifileiðir um allan heim. KILROY hefur einkaleyfið á ISIC á Íslandi og selur kortin í samstarfi við Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ).

Hér getur þú pantað kort hjá KILROY

Finnur þú ekki svör við spurningum þínum hér?
Hafðu samband
Hafa samband