Undirbúningur náms erlendis

Þegar maður byrjar að íhuga nám erlendis þá rennur upp fyrir manni fljótt að það er mikil undirbúningsvinna fyrir stafni. Ekki örvænta! Við höfum mikla reynslu í því að aðstoða nemendur í gegnum allt ferlið. Sérfræðingur okkar í námi erlendis aðstoðar þig þér að kostnaðarlausu.

1. Veldu land, skóla og nám

Veist þú nákvæmlega hvar og hvaða nám þig langar að stunda eða hefur þú aðeins óljósa mynd. Hvort sem er þá mun ráðgjafi okkar aðstoða þig við að finna draumanámið og skólann ásamt því að veita þér fría ráðgjöf.  Ekki hika lengur og hafðu samband!

2. Umsóknarferlið

Þegar þú hefur fundið draumanámið og skólann er kominn tími til að hefja umsóknarferlið sem getur verið tímafrekt. Athugaðu einnig að þú gætir þurft að sýna fram á enskukunnáttu þína með ákveðju prófi (TOEFL eða IELS) og því mikilvægt að byrja ferlið strax. Ekki hafa áhyggjur, sérfræðingur okkar í námi erlendis aðstoðar þig í gegnum allt ferlið þér að kostnaðarlausu.

Það getur tekið allt frá 3 - 6 vikum fyrir skólann að fara yfir umsókn þína. Ráðgjafi okkar sér til þess að umsókn þín fái forgang. Ef svo óheppilega vill til að skóli hafnar umsókn þinni þá munum við hjálpa þér að sækja um í annan háskóla.

3. Hagnýtur undirbúningur

Eftir að þú hefur fengið umsókn þína samþykkta hefst undirbúningur flutningsins. Hér byrjar umsóknarferlið eftir húsnæði, námsmannadvalarleyfi og námslánum. Nældu þér í allar helstu upplýsingar hjá sérfræðingi okkar í námi erlendis. Að auki reynum við að koma þér í samband við núverandi nemendur þar sem þú getur fengið enn betri upplýsingar.

  • Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN): veitir bæði skólagjaldalán og framfærslulán. Hafðu samband við LÍN og fáðu frekari upplýsingar.
  • Visa: Flestir samstarfsskólarnir okkar eru í löndum sem þú þarft að sækja um námsmannadvalarleyfi (student visa). Þú getur sótt um visa þegar umsóknin þín í skóla hefur verið samþykkt. Mundu að hafa vegabréfið þitt í gildi meðan á námsdvöl stendur að minnstakosti 6 mánuði umfram fyrirhugaða dvöl.
  • Flugbókun: Hjá okkur finnur þú frábær kjör fyrir námsmenn. Athugaðu einnig að þú gætir fengið frekari afslætti af flugi ef þú hefur ISIC kort
  • Trygging: Sum lönd krefjast þess að þú sýnir fram á sönnun á því að þú hafir sjúkratryggingu á meðan á námsdvöl þinni stendur, áður en námsmannaleyfi er veitt. Samkvæmt Tryggingarstofnun halda námsmenn rétt sínum til almannatrygginga.
  • Húsnæði: Flestir samstarfsskólar okkar bjóða upp á námsmannaíbúðir fyrir námsmenn, hvort sem það er á háskólasvæðinu eða fyrir utan. Ef þú hefur áhuga á því að búa á heimavist (stúdentagörðum) þá getur þú sótt um það þegar þú hefur fengið staðfestingu á skólavist. Sumir nemendur kjósa frekar að dvelja á eigin vegum og hafa flestir skólar einnig skrifstofur sem hjálpa til með það ferli.
Langar þig að stunda nám erlendis?
Hafðu samband
Hafa samband