Umsóknarferlið

Umsóknarferli náms erlendis
Við aðstoðum þig við að finna draumanámið og í gegnum allt umsóknarferlið þér að kostnaðarlausu. Að auki veitum við þér almenna ráðgjöf og upplýsingar - allt frá þinni fyrstu spurningu og þar til þú lýkur námi.

Umsóknarferlið:

1. Ráðgjöf

Fyrsta skrefið er að fá fría ráðgjöf. Bókaðu fund með sérfræðingi okkar í námi erlendis sem veitir þér upplýsingar um þá möguleika sem standa þér til boða miða við áhugasvið þitt. Öll ráðgjöf er þér að kostnaðarlausu og ekki bindandi á nokkurn hátt.

2. Umsóknin

Við munum tryggja að þú hafir öll nauðsynleg eyðublöð, rétt útfyllt, og viðeigandi fylgigögn eins og einkunn úr enskukunnáttuprófi (TOEFL) eða akademísku prófi (GMAT eða GRE). Við förum með allar upplýsingar sem þú gefur okkur sem trúnaðarmál.

3. Eftirfylgni á umsókn

Við munum tryggja að umsókn þín fái forgang en vinnslutíminn er vanalega um 3-6 vikur. Öll samskipti við háskólann munu fara í gegnum okkur. Við tryggjum að þú fáir alltar nauðsynlegar upplýsingar frá háskólanum ásamt því að háskólinn fái allar þær upplýsingar sem hann þarf til að vinna úr umsókn þinni.

4. Ef þú færð skólavist

Ef umsókn þin er samþykkt þá veitum við þér allar þær upplýsingar sem þú þarft varðandi samþykki á tilboði, greiðslu á skólagjöldum ásamt því að leiða þig í gegnum ferlið að flytja til annars lands. Einnig munum við setja þig í samband við aðra einstaklinga sem eru að fara í nám í sama háskóla og þú.

5. Á meðan á námi stendur

Við aðstoðum þig frá þinni fyrstu spurningu og þar til námi lýkur. 

Langar þig að stunda nám erlendis?
Hafðu samband
Hafa samband