Próf - TOEFL, GMAT, GRE

Mjög algengt er að háskólar krefjist þess að þú takir ákveðið enskukunnáttupróf áður en þeir samþykkja umsókn þína. Ef þú ert að huga að meistaranámi getur verið að þú þurfir einnig að taka annaðhvort GRE eða GMAT prófið.

Enskukunnáttupróf - IELTS og TOEFL

IELTS og TOEFL prófin meta kunnáttu þína í að hlusta, lesa, skrifa og tala ensku.

Flestir af samstarfsskólum okkar samþykkja bæði TOEFL og IELTS próf, en við mælum sterklega með því að tala við sérfræðing okkar í námi erlendis áður en þú skráir þig í viðkomandi próf. Flestir háskólar taka á móti umsóknum áður en þú hefur lokið enskukunnáttuprófi. Það er því ekkert mál að skila inn einkunnum til skólans seinna.

Hversu hátt þú þarft að skora á prófinu er mismunandi eftir skóla og námsleið. Hafðu samband við ráðgjafa okkar sem veitir þér nánari upplýsingar. 

Við mælum með að þú undirbúir þig vel áður en þú tekur annaðhvort IELTS eða TOEFL prófið en það eru margar góða síður á netinu sem geta hjálpað þér.

ATHUGIÐ: IELTS er ekki í boði á Íslandi en hinsvegar taka flestir skólar TOEFL prófið til greina.

Kannaðu eftirfarandi áður en þú skráir þig í enskukunnáttupróf:

  • Þarf ég að taka enskukunnáttupróf?
  • Hvar og hvenær get ég tekið enskukunnáttupróf?
  • Hversu hátt þarf ég að skora á prófinu til að komast inn í draumanámið?
  • Fyrir hvaða tíma þarf ég að skila inn einkunninni?

Graduate Record Examinations (GRE) og Graduate Managment Admission Test (GMAT)

Sumir háskólar, sérstaklega í Bandaríkjunum, krefjast þess að þú takir annaðhvort GRE eða GMAT prófið til þess að komast inn í meistara- eða doktorsnám.

Bæði GMAT og GRE prófin gefa til kynna hvar þú stendur á akademíska sviðinu. Ráðgjafi okkar veitir þér nánari upplýsingar um hvort og/eða hvaða próf þú þarft að taka.

Langar þig að stunda nám erlendis?
Hafðu samband
Hafa samband