GMAT

Ef þú ert að huga að því að fara í meistaranám erlendis þá gætir þú þurft að taka GMAT prófið (sérstaklega ef þú ert að sækja um MBA nám). GMAT prófið er staðlað próf á ensku þar sem kunnátta þín í ensku máli, stærðfræði og skrifum er könnuð.

GMAT prófið er ekki að kanna þekkingu þína í einu ákveðnu fagi og heldur ekki persónuleikapróf þar sem þú þarft að sýna fram á hversu metnaðargjarn þú ert eða hugmyndaflug. Verið er að kanna almenna þekkingu þína en prófinu er skipt upp í fjóra hluta:

  • Analytical Writing Assessment
  • Intergrated Reasoning
  • Quantitative
  • Verbal

GMAT prófið á Íslandi

Á Íslandi getur þú tekið GMAT prófið hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni. Skráning fer fram á heimasíðu GMAT prófanna og eru aðeins 4 prófaðir hverju sinni. Mikilvægt er því að skrá sig með góðum fyrirvara. Það tekur yfirleitt um 20 daga að fá einkunn í gegnum tölvupóst.

Varðandi nánari upplýsingar getur þú haft samband við Tölvu- og verkfræðiþjónustuna í síma 520 9000 eða á heimasíðu GMAT prófanna.

Nánari upplýsingar um GMAT prófið?
Hafðu samband
Hafa samband