GRE

Ef þú ert að sækja um í meistaranám eða doktorsnám erlendis (sérstaklega í Bandaríkjunum) þá gætir þú þurft að taka GRE prófið. GRE prófið er skipt í tvennt: almennt próf (e. general test) og námsgreinamiðað próf (e. subject test). Bæði prófin eru skrifleg (e. paper based) og verða að vera tekin á viðurkenndum prófstað.

GRE - Almenni hlutinn

Almenni hlutinn af GRE prófinu mun kanna kunnáttu þína í ensku, stærðfræði og greiningaraðferðartækni. Þú færð ákveðinn tíma fyrir hvert svið á prófinu.

 • Mál (2 x 30 mínútur)
 • Stærðfræði (2 x 30 mínútur)
 • Greiningaraðferðartækni í skrifum (75 mínútur)

GRE - Námsgreinamiðaði hlutinn

Sem hluti af GRE prófinu getur þú valið að sýna fram á þekkingu þína í einhverju sérstöku fagi. Þú getur tekið próf í neðangreindum fögum:

 • Lífefnafræði
 • Frumu og sameindalíffræði
 • Líffræði
 • Efnafræði
 • Tölvunarfræði
 • Bókmenntir á ensku
 • Stærðfræði
 • Eðlisfræði
 • Sálfræði

GRE prófið á Íslandi

Háskóli Íslands sér um framkvæmd GRE prófsins. Það er haldið í Reykjavík u.þ.b. tvisvar á ári og lánar Upplýsingastofa út kennslugögn fyrir prófið.

Nánari upplýsingar um GRE prófið?
Hafðu samband
Hafa samband