Test of English as a Foreign Language (TOEFL)

Það eru tvær gerðir af TOEFL prófinu: skriflegt próf og próf í gegnum internetið (e. Internet Based Test). Báðar gerðir eru samþykktar af samstarfsháskólum okkar.

TOEFL - Internet Based Test (iBT)

Þegar þú tekur prófið í gegnum netið eru fjögur mismunandi svið könnuð: hlustun, lestur, tal og ritun. Þú færð ákveðinn tíma fyrir hvert svið en í heildina tekur prófið 4,5 tíma. Athugaðu að þó prófið sé tekið í gegnum netið þá þarft þú samt að mæta í það á viðurkenndum stað. Hér á Íslandi eru prófin haldin í PROMENNT, Skeifunni 11b.

Einkunn er gefin fyrir hvert svið (frá 0-30) og svo heildareinkunn (frá 0-120). Það getur verið mismunandi hvaða einkunn þú þarft eftir námsleið og skóla. Ef þú ert í einhverjum vafa þá mun sérfræðingur okkar í námi erlendis aðstoða þig við að finna þessar upplýsingar.

ATHUGIÐ: TOEFL prófið er eingöngu hægt að taka í gegnum netið á Íslandi (IBT próf).

Undirbúningur fyrir TOEFL prófið

TOEFL prófið á Íslandi

  • Prófið er haldið af PROMENNT sem er staðsett í Skeifunni 11b.
  • Á heimasíðu TOEFL prófsins finnur þú upplýsingar um þær dagsetningar sem prófið er haldið hér á Íslandi.
  • Það kostar á milli 160-250 dollara að taka prófið
  • Þú færð einkunnina 2-5 vikum að prófinu loknu
Nánari upplýsingar um TOEFL prófið?
Hafðu samband
Hafa samband