Starfsnám erlendis

Bættu ferilskrá þína með því að fara í starfsnám erlendis.
Við störfum með frábærum samstarfsaðilum í bæði Kína og Bandaríkjunum sem sérhæfa sig í að finna starfsnám fyrir metnaðarfulla einstaklinga. Við aðstoðum þig við að komast í starfsnám sem veitir þér verðmæta reynslu fyrir starfsframa þinn, stærra tengslanet, betri ferilskrá og ógleymanlegar minningar.

Starfsnám erlendis veitir þér tækifæri til þess að kynnast annarri menningu á spennandi hátt. Slík reynsla er ómetanlegur undirbúningur fyrir starfsframa í hnattrænu viðskiptaumhverfi 21. aldarinnar.

Hvort sem þú vilt starfa hjá viðskiptafyrirtæki í Peking, við viðburðarstjórnun í Sydney eða á sviði markaðsmála fyrir íþróttafyrirtæki í San Francisco þá aðstoðum við þig við að finna draumastarfsnámið, sækja um visa, finna hagstæðustu flugin ásamt því að veita þér ráðgjöf og aðstoð við allt umsóknarferlið. 

Hvað er starfsnám?

Starfsnemi er einstaklingur sem er að leitast eftir alvöru starfsreynslu. Hann vill öðlast bæði þá reynslu og þekkingu sem nauðsynleg er til að starfa á ákveðnu sviði.

  • Starfsnám er venjulega til skamms tíma og markmiðið er að verða sér út um starfsreynslu og nýta menntun eða þekkingu í alvöru starfi í tilteknum geira.
  • Gott er að nota starfsnámið til þess að ákveða hvort tiltekið starfssvið henti þér.
  • Starfsnám er frábær leið til þess að stækka tengslanetið og skapa mikilvæg tengsl sem hjálpa þér að þróa þinn eigin starfsframa.
  • Þú ert með leiðbeinanda sem úthlutar þér ákveðnum verkefnum, leiðbeinir þér í starfi og metur vinnu þína.
  • Starfsnám virkar oftast sem skipti á þjónustu á milli þín og fyrirtækisins sem þú starfar hjá.
  • Háskólinn þinn gæti mögulega gefið þér einingar fyrir starfsnámið.
  • Starfsnám er fyrir háskólanema, nýútskrifaða eða jafnvel fullorðið fólk sem langar að reyna fyrir sér á nýju starfssviði.
  • Mörg fyrirtæki nota starfsnám til þess að þjálfa og meta framtíðar starfsfólk.

Starfsnám í Bandaríkjunum

Starfsnám í Bandaríkjunum
Dreymir þig um að vinna við hönnun í San Francisco, kvikmyndagerð í L.A. eða almannatengsl í New York? Stækkaðu tengslanetið og eignastðu ógleymanlegar minningar í starfsnámi í Bandaríkjunum.
Nánari upplýsingar Hafa samband

 

Starfsnám í Kína

Starfsnám í Kína
Fáðu tækifæri til að efla samskipahæfileika þína, upplifa þann hagvöxt sem á sér stað í Kína, bæta ferilskrá þína og stækka tengslanetið í gegnum starfsnám í Kína.
Nánari upplýsingar Hafa samband
Hafa samband