Starfsnám í Bandaríkjunum

KILROY aðstoðar þig að komast í starfsnám til Bandaríkjanna
Dreymir þig um að starfa í Bandaríkjunum? Starfsnám er einstakt tækifæri til þess að fá verðmæta starfsreynslu og prófa að búa í Bandaríkjunum. Þú gætir unnið við hönnun í New York, kvikmyndagerð í Los Angeles eða á auglýsingastofu í Boston.

Stækkaðu tengslanetið, eignastu dásamlegar minningar og bættu ferilskránna í starfsnámi í Bandaríkjunum! Þú getur farið í starfsnám í lengri eða styttri tíma í Bandaríkjunum, en það er t.d. vinsælt að fara yfir sumarið. Athugaðu að þú getur mögulega fengið starfsnámið metið til eininga hjá háskólanum þínum.

Við störfum með frábærum aðilum í Bandaríkjunum og getum aðstoðað þig við allt sem við kemur starfsnáminu: að finna rétta starfsnámið, sækja um vegabréfsáritun, finna hagstæða flugmiða, tryggingar o.s.frv. Það er undir þér komið hversu mikla aðstoð þú færð frá okkur. Möguleikarnir eru eftirfarandi:

Fá aðstoð við að finna starfsnám

Fá aðstoð við að finna starfsnám
Við aðstoðum þig við að finna starfsnám í Bandaríkjunum, en þú ákveður hvar þú vilt vera, hversu lengi og við hvað þú vilt starfa. Þú færð starfsnám í samræmi við þína menntun, reynslu og áhugasvið.
Nánari upplýsingar Hafa samband

 

Vegabréfsáritun til Bandaríkjanna

Vegabréfsáritun til Bandaríkjanna
Til að mega stunda starfsnám í Bandaríkjunum þarft þú að sækja um ákveðna vegabréfsáritun. Ekki hafa áhyggjur við aðstoðum þig við umsóknarferlið.
Nánari upplýsingar Hafa samband

 

Hafa samband