Finna starfsnám í USA á eigin spýtur

Að finna starfsnám í Bandaríkjunum
Það getur verið erfitt að finna vandað starfsnám erlendis, en ráðgjafi okkar getur veitt góð ráð og aðstoð varðandi starfsnám. Við höfum tekið saman gagnlegar upplýsingar og nytsamlega tengla sem hjálpa þér að finna hið fullkomna starfsnám í Bandaríkjunum.

Að finna starfsnáms erlendis getur verið flókið og langt ferli. Starfsnám er oft hluti af háskólanámi en einnig er hægt að fara í starfsnám eftir útskrift til þess að öðlast alþjóðlega starfsreynslu.

Gott er að byrja á því að tala við fjölskyldu, vini og háskólann þinn. Kennarar, námsráðgjafar og alþjóðaskrifstofur háskólanna búa oft yfir mikilli þekkingu hvað varðar starfsnám og geta mögulega bent þér á hvar þú mögulega gætir sótt um.

Besta staðurinn til þess að leita að starfsnámi er þó internetið. Mörg fyrirtæki auglýsa eftir starfsnemum á heimasíðum sínum. Byrjaðu á því að skoða heimasíður fyrirtækja sem þig langar til að starfa hjá og athugaðu hvort þau bjóði upp á starfsnám. 

Ekki hafa áhyggjur ef þú gefst upp á að gera þetta á eigin spýtur. Hafðu samband við ráðgjafa okkar sem aðstoðar þig við að finna starfsnám í Bandaríkjunum ásamt því að veita þér ráðgjöf í gegnum allt umsóknarferlið.

Íslenskir námsmenn

Sértu námsmaður og í starfsnámshugleiðingum skaltu ganga úr skugga um hvort þú fáir starfsnámið metið, hvort sem það er skylduáfangi eða valáfangi. Ráðfærðu þig endilega við námsráðgjafa, nemendafélag eða alþjóðaskrifstofu skólans.

Vegabréfsáritun fyrir starfsnema í Bandaríkjunum

Þegar þú hefur fundið starfsnám í Bandaríkjunum þarft þú að sækja um J-1 vegabréfsáritun. Athugaðu að ráðgjafi okkar getur aðstoðar þig við að sækja um vegabréfsáritun. Hafðu samband við sérfræðing okkar til þess að fá frekari upplýsingar um umsóknarferlið.

Langar þig að fara í starfsnám í Bandaríkjunum?
Hafðu samband
Hafa samband