Vegabréfsáritun fyrir starfsnám í Bandaríkjunum

Vegabréfsáritun fyrir starfsnám í Bandaríkjunum
Til að mega stunda starfsnám í Bandaríkjunum þarft þú að sækja um ákveðna vegabréfsárinu. Við getum aðstoðað þig við að sækja um visa til Bandaríkjanna.

Ef þú stefnir á starfsnám í Bandaríkjunum þarftu að sækja um sérstaka vegabréfsáritun sem kallast ”J-1 visa”. Þannig gefst þér tækifæri á að verða þér út um dýrmæta starfsreynslu í Bandaríkjunum í allt að 18 mánuði. Fyrirtækið sem þú ferð í starfsnám til krefst þess yfirleitt að þú sækir sjálf(ur) um vegabréfsáritun og getum við aðstoðað þig með það!

"J-1" vegabréfsáritunin er eingöngu fyrir fólk sem flyst til Bandaríkjanna í takmarkaðan tíma til þess að stunda sérhæft starfsnám. Starf í gestamóttöku, á bar eða í verslun er því í flestum tilfellum ekki leyfilegt fyrir fólk með J-1 visa.

Til þess að geta sótt um J-1 þarftu umsóknareyðublað sem heitir því skemmtilega nafni DS-2019. Þetta þarf að fyllast út af "sponsor organisation", en þar kemur KILROY inn í málið. 

Hvers vegna ætti ég að fá aðstoð hjá KILROY við að sækja um vegabréfsáritun?

Kosturinn við þjónustu okkar er að þú færð tengilið hjá okkur sem mun vera þér innan handar í gegnum allt ferlið. Við skiljum þörfina fyrir skjót og góð svör og getum svarað spurningum þínum í gegnum síma, tölvupóst eða í persónu ef þú kemur á skrifstofu okkar.

Ertu með spurningar varðandi starfsnám í USA?
Hafðu samband!
Hafa samband