Starfsnám í Kína

Starfsnám í Kína lítur vel út á ferilskránni!
Viðskipti á milli Íslands og Kína eru sífellt að aukast og íslensk fyrirtæki hafa aukið viðskipti sín á alþjóðavettvangi á síðustu árum. Þetta þýðir að þörfin fyrir fólk með alþjóðlega starfsreynslu er að aukast. Starfsnám í Kína gefur þér einstakt tækifæri til að auka starfsreynsluna, stækka tengslanetið og bæta ferilskránna!

Af hverju ætti ég að fara í starfsnám í Kína?

  • Þú færð tækifæri til að nota og auka samskiptahæfni þína í alþjóðlegu umhverfi; bæði í vinnu og frítíma.
  • Þú færð að lifa og hrærast í viðskiptaumhverfi Kína og upplifa af eigin raun þann hagvöxt sem á sér stað í Kína um þessar mundir.
  • Sýnir hugsanlegum vinnuveitendum fram á að þú getir aðlagað þig að krefjandi vinnuumhverfi, unnið í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og að þú skiljir aukið mikilvægi Kína á alþjóðavísu.
  • Sýnir fram á sjálfstæði og sveigjanleika með því að starfa í alþjóðlegu eða kínversku fyrirtæki.
  • Bætir ferilskrá þína.

Það er frekar ódýrt að lifa í Kína og framfærslukostnaðurinn því minni en gengur og gerist í Evrópu eða Norður-Ameríku. Lestarmiði í Beijing kostar um 2RMB, kínversk máltíð kostar um 25RMB og verð á bjór fer alveg niður í 5RMB.

Fá aðstoð við að finna starfsnám í Kína

Fá aðstoð við að finna starfsnám í Kína
Við getum aðstoðað þig við að komast í frábært starfsnám í Peking, Chengdu eða Shanghai innan þess geira sem þú hefur áhuga á að kynnast. Ert þú metnaðargjarn einstaklingur sem langar að standa framar öðrum í atvinnuleitinni?
Hafa samband Nánari upplýsingar

 

Vegabréfsáritun til Kína

Vegabréfsáritun til Kína
Til að geta farið í starfsnám til Kína þarft þú að sækja um vegabréfsáritun. Starfsnámið í Kína er flokkað sem menningarskipta-prógramm og því er hægt að fá F vegabréfsáritun. Ráðgjafi okkar aðstoðar þig við umsóknarferlið!
Hafa samband Nánari upplýsingar
Hafa samband