Starfsnámið

Að sækja um starfsnám í Kína

Að sækja um starfsnám í Kína

Allir umsækjendur þurfa að búa yfir góðri enskukunnáttu bæði í riti og talmáli. Viðtalið þitt mun fara fram á ensku!

Umsóknarferlið:

  • Þú byrjar á því að mæta í viðtal hjá ráðgjafa okkar
  • Með aðstoð ráðgjafa okkar skilar þú inn eftirfarandi gögnum: ferilskrá og kynningarbréf (cover letter), afriti af vegabréfi, staðfestingu á síðasta námi og passamynd. Ef þú átt meðmæli frá vinnuveitenda á ensku þá er gott að láta þau fylgja með.
  • Umsóknin er yfirfarin af samstarfsaðila okkar í Kína
  • Þú greiðir innborgun sem er 30% af heildarverði
  • Umsóknin þín er samþykkt
  • Samstarfsaðilar okkar í Kína vinna að því að finna starfsnám við þitt hæfi (tekur oftast 2 - 6 vikur).
  • Þú ferð í viðtal hjá því fyrirtæki sem þú óskar eftir að fara í starfsnám
  • Greiðir eftirstöðvar greiðslu
  • Við aðstoðum þig við að sækja um vegabréfsáritun
  • Flýgur til Kína!
Langar þig að upplifa viðskiptaumhverfið í Kína?
Hafðu samband
Hafa samband