Námsstig náms erlendis?

Flestir háskólar heims hafa sett fram neðangreind námstig:

  • Bachelor gráða: Stúdentspróf þarf til að geta sótt um. Námið er yfirleitt 3-4 ár í Bandaríkjunum.
  • Masters gráða: Bachelor gráða þarf til að sækja um, yfirleitt í sama/svipuðu fagi og því mastersnámi sem sótt er um. Námið er yfirleitt 1-2 ár.
  • Ph.D: Rannsóknaráherslugráða þar sem fólk er oftast ráðið af skólunum til að sinna tiltekinni rannsókn á tilteknu sviði. Kennsla er líka jafnvel skylda. Fyrir Ph.D gráður getur KILROY aðeins veitt mjög takmarkaða aðstoð.

Associates gráða er einnig í boði í sumum skólum í Bandaríkjunum en þetta er tveggja ára nám.

Ásamt því að taka heilar gráðu(r) erlendis, þá getur þú farið í skiptinám eða tekið eina önn/ eitt ár í háskóla erlendis áður en þú hefur háskólanám þitt hér heima.

 

« Til baka í listann
Hafa samband